Hærri verðlaunafjárhæð með nýju nafni

Viktor Birgisson fagnar nýlönduðum samning við Kraftvélar ehf.
Viktor Birgisson fagnar nýlönduðum samning við Kraftvélar ehf. Ljósmynd/Aðsend

Fulltrúi mótastjórnar Ísland Dota, Viktor Birgisson, skrifaði undir samning við Kraftvélar ehf. í gær, en samningurinn felur meðal annars í sér nafnabreytingu Deildarinnar yfir í Kraftvéladeildin.

Tveir Viktorar hefja samstarf. Viktor Karl Ævarsson, framkvæmdastjóri sölu- og …
Tveir Viktorar hefja samstarf. Viktor Karl Ævarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla og Viktor Birgisson, í mótastjórn Dota. Ljósmynd/Aðsend

Kraftvélar ehf. veitir á móti fjárstyrk sem skal renna óskipt í verðlaunafé mótsins og í kjölfarið mun Kraftvéladeildin hækka verðlaunafé sem rennur til efstu þriggja liða á mótinu í eftirfarandi:

1. sæti - 80.000 kr. (áður 30.000)
2. sæti - 50.000 kr. (áður 20.000)
3. Sæti - 30.000 kr. (áður 10.000)

Samningurinn tók gildi í gær og rennur út þegar fyrsta tímabili lýkur, í janúar 2023.

Mótastjórn Ísland Dota, sem sér um rekstur Kraftvéladeildarinnar, þakkar Kraftvélum ehf. innilega fyrir stuðninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert