Frískað upp á Goth-fjölskylduna

Goth-fjölskyldan í Sims.
Goth-fjölskyldan í Sims. Grafík/Electronic Arts

Sendingarþjónusta Sims, SDX, færði leikmönnum nokkra nýja hluti í gær, en SDX gerir Maxis kleift að bæta við nýju efni án þess að þurfa að gefa út stóra uppfærslu. 

Í gær var Goth-fjölskyldan uppfærð í Sims, en Goth-fjölskyldan er rótgróin í leikinn og hefur verið hluti af nágrenninu alla tíð, eða frá fyrsta Sims-leiknum. Auk þess komu þrír nýjir byggingahlutir og lagið DTM eftir Alice Longyu Gao var gefið út innanleikjar.

Frískað upp á útlitið

Goth-fjölskyldan hlaut smávægilega útlitsbreytingu. Fjölskyldumeðlimir klæðast nú nýjum fötum og hefur eins verið átt við hárgreiðslu þeirra.

Fjölskyldufaðirinn virðist einnig hafa snyrt skeggið sitt, en það er talsvert þynnra eftir uppfærsluna. Að öðru leyti heldur fjölskyldan sínum stíl og litavalið breyttist ekki.

Nýr lampi, Moodlit Lamp, er nú aðgengilegur í byggingarhamnum ásamt nýju borði og stól. 

Nýjir hlutir í byggingarham Sims 4.
Nýjir hlutir í byggingarham Sims 4. Grafík/Electronic Arts
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert