Vill stofna rafíþróttafélag

Bjarkiwall að kynna barnið sitt fyrir tækniheiminum.
Bjarkiwall að kynna barnið sitt fyrir tækniheiminum. Ljósmynd/Aðsend

Bjarki Fannar Birkisson, einnig þekktur sem Bjarkiwall eða Bjarki Veggur, er 28 ára gamall áhugatölvuleikjaspilari og þriggja barna faðir frá Neskaupstað.

Hann spilar að mestu tölvuleikinn Valorant og segir jafnframt að hann eigi hug hans og hjarta og stefnir Bjarki á að koma upp rafíþróttafélagi á Neskaupstað.

Þegar hann æfir sig í Valorant þá spilar hann mikið og notast við sérstaka miðþjálfa en auk þess horfir hann á atvinnumenn í leiknum og fylgist vel með þeim.

Bjarkiwall með dóttur sinni, en hann á þrjú börn í …
Bjarkiwall með dóttur sinni, en hann á þrjú börn í heildina. Ljósmynd/Aðsend

Spilað í mörg ár

Þrátt fyrir að Valorant sé hans uppáhaldsleikur þá er hann einnig mjög hrifinn af tölvuleiknum Fortnite. En hann spilaði mikið tölvuleikinn FIFA 98 á yngri árum og einhvern leik þar sem hann var með byssu og átti að skjóta lunda.

„Those were the days!“ segir Bjarki.

Bjarki byrjaði að stunda rafíþróttir um það leyti sem Valorant kom út, en þá byrjaði hann að spila með mús og lyklaborði á borðtölvu.

Fyrir það spilaði hann mikið Fortnite á PlayStation tölvu en hann hefur líka alltaf verið mikill FIFA og Football Manager maður. Svo óhætt er að segja að tölvuleikir og spil þeirra hafi lengi verið hluti af lífinu hans.

Með 500 bestu

Minnist hann þess sérstaklega þegar hann varð góður í Tetris og þegar Tetris náði miklum vinsældum í gegnum Facebook, þá var hann með hæsta skorið af u.þ.b fimm hundruð spilurum.

„Mér fannst það alltaf stór sigur.“

Vill stækka Valorant senuna

Hann hefur það að markmiði að efla Valorant samfélagið á Íslandi og eins og kemur fram hér að ofan, þá stefnir hann á að koma rafíþróttum betur inn í bæjarfélagið sitt með því að stofna rafíþróttafélag. Hann veit um nokkra sem spila mikið og myndi vilja að þetta yrði kennt hér.

Auk þess er hann að vinna í því að stækka Twitch-rásina sína, bjarkiwall, og kynnast sem flestu fólki.

Kynnst frábæru fólki

„En maður hefur nú þegar kynnst mörgu frábæru fólki síðan ég byrjaði að streyma og er virkilega ánægður með að ég lét verða af því, að hafa byrjað.“

Þykir honum frábært að sjá hversu vinsælar rafíþróttir eru orðnar á Íslandi og sömuleiðis áhuginn.

„Mér finnst það geggjað og ég á sjálfur þrjú börn sem ég mun klárlega leyfa að æfa ef áhugi er fyrir hendi, sem mér sýnist nú þegar vera til.“

Vilt þú vera leikmaður vikunnar? Sendu okkur skeyti á vidja@mbl.is !

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert