Hættir eftir tímabilið

David Moyes á eftir tvo leiki sem knattspyrnustjóri West Ham.
David Moyes á eftir tvo leiki sem knattspyrnustjóri West Ham. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnufélagið West Ham tilkynnti nú síðdegis að David Moyes muni hætta störfum sem knattspyrnustjóri félagsins að þessu keppnistímabili loknu.

Samningur hans rennur út í sumar og samkvæmt tilkynningu félagsins er um sameiginlega ákvörðun Moyes og félagsins að ræða.

Illa hefur gengið hjá West Ham síðustu vikurnar en liðið steinlá, 5:0, í Lundúnaslag gegn Chelsea um helgina og hefur liðið nú sigið niður í níunda sæti úrvalsdeildarinnar eftir góða stöðu lengi vel á tímabilinu.

Moyes, sem er 61 árs gamall Skoti, hefur stýrt West Ham í fimm ár, frá árinu 2019, og liðið vann Sambandsdeild Evrópu undir hans stjórn á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert