Fyrsti leikurinn hjá van Dijk í 285 daga

Jordan Pickford rennir sér í Virgil van Dijk í leik …
Jordan Pickford rennir sér í Virgil van Dijk í leik Everton og Liverpool með þeim afleiðingum að hann var frá keppni í 285 daga. AFP

Hollenski knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk lék í kvöld sinn fyrsta leik með Liverpool síðan hann slasaðist illa á hné í leik gegn Everton í október á síðasta ári.

Van Dijk kom inn á sem varamaður þegar 20 mínútur voru eftir af æfingaleik við Herthu Berlín frá Austurríki, og sama er að segja um félaga hans úr vörn Liverpool, Joe Gomez, sem líka hefur verið lengi frá keppni.

Alls liðu 285 dagar á milli þessara tveggja leikja. Hertha vann leikinn í kvöld 4:3. Santiago Ascacibar og Suat Serdar komu Herthu í 2:0 en Sadio Mané og Takumi Minamino jöfnuðu í 2:2 fyrir hlé. Stevan Jovetic skoraði þá tvisvar fyrir Herthu áður en Alex Oxlade-Chamberlain átti lokaorðið fyrir Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert