Arsenal í meiðslavandræðum

Danny Welbeck með boltann gegn Chelsea á sunnudag áður en …
Danny Welbeck með boltann gegn Chelsea á sunnudag áður en hann meiddist. AFP

Arsenal verður án framherjans Dannys Welbecks næsta mánuðinn eða svo eftir að hann meiddist í markalausa jafnteflinu við Chelsea á sunnudag.

Welbeck gekkst undir skoðun í dag vegna meiðslanna sem eru í nára og Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins staðfesti að hann yrði frá í það minnsta fram yfir næsta landsleikjahlé í október.

Fyrsti leikur Arsenal eftir hléið er gegn Watford hinn 14. október, en Welbeck mun missa af viðureignum gegn West Brom og Brighton í úrvalsdeildinni og gegn BATE Borisov í Evrópudeildinni, auk deildabikarleiks gegn Doncaster á morgun.

Þeir Mesus Özil, Francis Coquelin og Mathieu Debuchy missa einnig af deildabikarleiknum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert