Keyptu bakvörð fyrir 52 milljónir punda

Benjamin Mendy í leik með franska landsliðinu í síðasta mánuði.
Benjamin Mendy í leik með franska landsliðinu í síðasta mánuði. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City tilkynnti rétt í þessu að það hefði gengið frá kaupum á franska knattspyrnumanninum Benjamin Mendy frá Mónakó en samkvæmt fjölmiðlum greiðir City 52 milljónir punda fyrir þennan efnilega leikmann.

Mendy er 23 ára gamall vinstri bakvörður sem varð meistari með Mónakó síðasta vetur en lék áður með Marseille og Le Havre. Hann hefur leikið 4 landsleiki fyrir Frakkland og hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum þjóðar sinnar.

Þar með hefur Manchester City keypt fimm leikmenn í sumar fyrir samtals rúmlega 200 milljónir punda. Mendy er þriðji dýrasti leikmaðurinn í sumar á eftir Romelu Lukaku og Álvaro Morata. Þetta eru þeir dýrustu til þessa:

10.7. Romelu Lukaku, Evert­on - Manch.Utd, 75 millj­ón­ir punda
21.7. Álvaro Morata, Real Madrid - Chel­sea, 60 millj­ón­ir punda
24.7. Benjam­in Men­dy, Mónakó - Man. City, 52 milj­ón­ir punda
  5.7. Al­ex­andre Lacazette, Lyon - Arsenal, 46,5 millj­ón­ir punda

14.7. Kyle Wal­ker, Totten­ham - Man. City, 45 millj­ón­ir punda
26.5. Bern­ar­do Silva, Mónakó - Man.City, 43,6 millj­ón­ir punda
15.7. Tiémoué Bakayo­ko, Mónakó - Chel­sea, 39,7 millj­ón­ir punda
22.6. Mohamed Salah, Roma - Li­verpool, 36,9 millj­ón­ir punda
  8.6. Eder­son, Ben­fica - Manch.City, 34,9 millj­ón­ir punda
14.6. Victor Lindelöf, Ben­fica - Manch.Utd, 31 millj­ón punda
  9.7. Ant­onio Rüdiger, Roma - Chel­sea, 29 millj­ón­ir punda
23.7. Dani­lo, Real Madrid - Man. City, 26,5 millj­ón­ir punda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert