Liverpool og United í eldlínunni í dag

Roberto Firmino verður í eldlínunni með Liverpool í dag.
Roberto Firmino verður í eldlínunni með Liverpool í dag. AFP

Liverpool og Manchester United verða bæði í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og þá er stórleikur í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley.

Manchester United sækir Burnley heim á Turf Moor þar sem Jóhann Berg Guðmundsson gæti verið í leikmannahópi Burnley í fyrsta skipti í langan tíman. United varð fyrir áfalli í vikunni en Zlatan Ibrahimovic og Marcos Rojo meiddust báðir illa á hné og spila ekki meira með á tímabilinu.

Liverpool fær Crystal Palace. Með sigri getur Liverpool styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en sigur myndi færa Palace lengra frá fallsætinu.

Á Wembley eigast við Manchester City og Arsenal í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar en sigurliðið mætir Chelsea í úrslitunum sem lagði Tottenham að velli í gær, 4:2.

Leikir dagsins:

Enska úrvalsdeildin:
13.15 Burnley - Manchester United
15.30 Liverpool - Crystal Palace

Undanúrslit í bikarkeppninni:
14.00 Arsenal - Manchester City

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert