Fimm mörk í fyrsta heimaleik FH

Tarik Ibrahimagic úr Vestra með boltann í kvöld. Logi Hrafn …
Tarik Ibrahimagic úr Vestra með boltann í kvöld. Logi Hrafn Róbertsson úr FH eltir hann. mbl.is/Eyþór

FH og Vestri áttust við í 5 umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag og lauk leiknum með sigri FH, 3:2, en leikið var á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. 

Leikurinn fór rólega af stað en leikmenn FH voru meira með boltann og jafnvel betri framan af. Það breytti því ekki að á 13. mínútu komust Vestramenn yfir algjörlega gegn gangi leiksins. Þar var á ferðinni Andri Rúnar Bjarnason sem skoraði framhjá Sindra Kristni Ólafssyni í marki FH eftir skyndisókn.

Margir bjuggust við að lið Vestra myndi pakka í vörn en svo reyndist ekki vera. Á 25. mínútu jafnaði FH og var þar á ferðinni Sigurður Bjartur Hallson. Finnur Orri Margeirsson gaf þá langa sendingu á Ástbjörn Þórðarson sem skallaði á Sigurð Bjart. Hann afgreiddi svo boltann snyrtilega í netið. 

Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins og þegar langt var liðið inn í uppbótartíma leiksins skoruðu leikmenn Vestra eftir frábæra sókn. Ibrahima Balde gaf boltann inn í markteig FH. Þar var áðurnefndur Andri Rúnar Bjarnason sem skoraði öðru sinni.

Stuttu seinna fékk Andri annað dauðafæri eftir fyrirgjöf en skalli hans framhjá. Staðan í hálfleik 2:1 fyrir FH.

Leikmenn FH mættu tilbúnir í síðari hálfleikinn og jöfnuðu leikinn strax á 47. mínútu. Þar var aftur á ferðinni Sigurður Bjartur Hallsson. 

Á 60. mínútu leiksins gerðu Vestramenn þrefalda skiptingu þar sem þeir tóku meðal annars út af markaskorara sinn Andra Rúnar Bjarnason. Með þessu voru Vestramenn að klára skiptingar sínar því þeir gerður tvær í fyrri hálfleiknum. 

Á 65. mínútu fengu leikmenn FH vítaspyrnu. Þá fékk Pétur Bjarnason, sem hafði komið inn á stuttu áður, boltann í hönd sína innan vítateigs Vestra og víti réttilega dæmt. Úr vítinu skoraði Úlfur Ágúst Björnsson og staðan orðin 3:2 fyrir FH.

Á 71. mínútu skoraði Pétur Bjarnason fyrir Vestra en var dæmdur rangstæður réttilega. 

Vestri gerði veika atlögu til að jafna síðustu fjórar mínúturnar af venjulegum leiktíma en allt kom fyrir ekki unnu FH-ingar að lokum 3:2.

FH er þá með 12 stig eftir 5 leiki en Vestri er áfram með 6 stig eftir 5 leiki. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

FH 3:2 Vestri opna loka
90. mín. Vestri með hættulega aukaspyrnu sem er skölluð framhjá en rangstaða sömuleiðis dæmd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert