Tíu Grindvíkingar skutu ÍBV úr leik

Grindvíkingar fagna.
Grindvíkingar fagna. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Grindavík vann afar dramatískan sigur á ÍBV, 2:1, í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. 

Alex Freyr Hilmarsson kom ÍBV yfir á 13. mínútu eftir flottan undirbúning frá Oliver Heiðarssyni, 1:0. 

Eric Vales jafnaði metin á 29. mínútu en þrettán mínútum síðar var hann rekinn af velli er hann fékk sitt annað gula spjald. 

ÍBV náði ekki að nýta sér liðsmuninn í seinni hálfleik og undir lok leiks fékk Grindavík vítaspyrnu. 

Á punktinn steig Einar Karl Ingvarsson en Hjörvar Daði Arnarsson markvörður ÍBV varði frá honum. Einar Karl skaut aftur, aftur varði Hjörvar Daði en frákastið barst síðan til Josip Krznaric sem stýrði boltanum í netið. 

Eric Vales var rekinn af velli á 42. mínútu.
Eric Vales var rekinn af velli á 42. mínútu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka