200 metra biðröð eftir opnun 66°Norður í Kaupmannahöfn

Löng röð myndaðist snemma fyrir framan 66°Norður í Kaupmannahöfn.
Löng röð myndaðist snemma fyrir framan 66°Norður í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend

Mikil eftirvænting skapaðist í Kaupmannahöfn í morgun þegar íslenska vörumerkið 66°Norður ákvað að halda sína fyrstu sýnishornaútsölu. Sýnishornasalan hófst klukkan átta í morgun að staðartíma og var komin 200 metra biðröð klukkan sjö, klukkustund áður en dyrnar opnuðu.

Tíu ár eru frá því 66°Norður opnaði verslun í Sværtegade í Kaupmannahöfn. Frá því búðin opnaði hefur aldrei verið útsala í búðinni og allar vörur sem ekki hafa selst upp hafa verið fluttar til Íslands og boðnar Íslendingum á lægra verði á útsölumörkuðum 66°Norður í Faxafeni, Reykjavík og Skipagötu, Akureyri.

Danir hafa því ekki getað verslað 66°Norður vörur á lækkuðu verði í Danmörku og var því spennan mikil hjá Kaupmannahafnarbúum.

66°Norður verslun í Kaupmannahöfn.
66°Norður verslun í Kaupmannahöfn.
Kaupmannahafnar vöknuðu snemma til að versla í morgun.
Kaupmannahafnar vöknuðu snemma til að versla í morgun. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál