Augað, Eyesland og ProOptick hafa sameinast.
Augað, Eyesland og ProOptick hafa sameinast. Samsett mynd

Provision ehf., sem rekur gleraugnaverslanirnar Eyesland og GG Optic ehf., sem rekur gleraugnaverslanirnar Augað og ProOptik, hafa sameinað rekstur sinn undir nafni Provision. Með sameiningunni verður nafni gleraugnaverslunarinnar ProOptik í Kringlunni og Spönginni breytt í Eyesland og verða útsölustaðir Eyesland því fimm talsins. Augað í Kringlunni, sem er hluti af sameinuðu félagi, verður áfram rekið undir eigin vörumerki.

„Það hefur verið langur en jafnframt spennandi aðdragandi að sameiningu félaganna, verkefnið áhugavert þar sem við sameiningu verður til öflugt félag á markaði með áherslu á frekari vöxt og þjónustuframboð á íslenskum gleraugna- og augnheilbrigðismarkaði. Sameinað félag stendur á traustum grunni og getur veitt viðskiptavinum sínum breitt vöruframboð og framúrskarandi þjónustu,“ segir Hilmar Ingimundarson, stjórnarformaður Provision ehf. 

Á síðasta ári opnaði Eyesland gleraugnaverslun á Keflavíkurflugvelli en þar hafði verslun Optical Studio verið rekin um langa hríð. Verslanirnar selja gleraugu frá Ray-Ban, Oakley, Barton Perreira, Tom Ford, Celine, Fendi, Balmain, Valentino, Victoria Beckham og David Beckham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál