Sporðdrekinn: Það er miklu bjartara framundan

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú ert að ganga inn í ljósið. Þú ert að ganga inn í tímabil þar sem þú kannt miklu betur að meta hlutina. Þú ferð svo sannarlega að sjá að þú ert miklu heppnari en þú gerir þér grein fyrir. Þú átt það til að vera of fljótur að loka á þann sem vill veita þér lit og gleði, en mundu það heilræði að hafa alla þá sem þú mætir í lífinu góða. Því einhvern tímann seinna þarftu kannski á þeim að halda og þá hugsarðu, ég gerði rétt.

Það getur verið að einhver skuldi þér eitthvað eða að þú hafir ekki fengið þá fjármuni sem þú þurftir til að gera það sem þú ætlaðir. Ef þú slakar aðeins á þá finnurðu þá peninga sem þig vantar til þess að framkvæma það sem þú vilt og ekki óttast í eitt augnablik.

Þetta eru tímar til að skipuleggja sig, setja hlutina í svolítið excel og sjá að þú hefur meiri kraft en þú taldir og vita þú ert hraustari en þú heldur.

Það er mikil en skemmtileg vinna framundan og það er miklu meira af fólki í kringum þig en hefur áður verið. Einhver af þessum persónum er komin til þess að breyta svo mörgu hjá þér.

Þú finnur svo sterkt að þú þráir tvennskonar líf, þú getur sameinað ótrúlegustu hluti og verið svo miklu meira skapandi af því að þar liggja hæfileikarnir þínir.

Þetta þýðir samt ekki endilega að þú sért listamaður, en þú átt eftir að fara listilega að því að ná því fram sem hugurinn girnist. Þú verður svo sannfærandi við aðra að það mun vekja aðdáun. Þú verður svo fær í því að leysa vandamál og framkalla kraftaverk að þú verður með eindæmum hissa.

Ef þú ert opinn fyrir ástinni, þá er Venus sterkur inni hjá þér og einhver svo falleg persóna sem dýrkar þig og dáir, en eitt mun aldrei ganga vel að finna sér sálufélaga sem vill stjórna þér. Til þess er hugur þinn of fljótandi og frjáls. Láttu þá setningu ekki vera til í huga þínum að þú gefist upp á draumum þínum því þú ert að fara að vinna gullið.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál