Vatnsberinn: Ræktaðu hellisbúann

Elsku Vatnsberinn minn, það sem þú þarft að prenta inn í sálu þína og vita að verði þér fyrir langbestu, er að hafa samvinnu og að vera samvinnuþýður. Því það lyfta þér allir upp í þann farveg sem þú átt að vera í. Í framhaldi af því eflir þú tengsl, mætir á réttu staðina og tekur þátt í hringiðu lífsins, þótt þú þurfir að hafa aðeins fyrir því. Að hafa þann kraft að vera góður fylgjandi og að leyfa fólki að sjá að þú sért ekki í fyrsta sæti (þó að þú sért það). Því að þú ert að mynda svo samheldinn hóp í kringum þig, en það vinnst bara með góðri samvinnu. Þú þarft að hafa mikla og góða yfirsýn yfir litlu hlutina, skrifa niður það sem þarf að gera og skoða aðstæður með smásjá.

Og að þekkja þann yndislega kraft sem þú hefur, en stundum þarftu bara að þegja og þekkja kraft þagnarinnar. Það er allt saman að renna saman í rétta átt. Og það er ekki í eðli þínu að sækjast eftir persónulegu hrósi eða lofi, en þú færð það sem þig vantar úr innsta vinahring. Þolinmæði er kannski ekki alltaf kostur fyrir þig hjartað mitt, en núna þarftu að skilja að þú þarft hana og líka þrautseigju til að hlusta og meðtaka.

Þú ert með sanna vináttu og það er merkileg gjöf, en þú ert búinn að vinna fyrir henni. Þú sérð hver tilgangurinn var með öllu þessu brambolti sem hefur verið í kringum þig og færð þann frið sem þú þarfnast og nógu mikla hvíld til að styrkja anda þinn. Litur sem er gott fyrir þig að nota er appelsínugulur, því að litir efla okkar innri kraft. Og þú munt sjá þetta skýrt þegar þú skoðar og skilur betur hvað ég er að segja. Þú átt eftir að tvíeflast í allri samvinnu og máttur ástarinnar byggist á vináttu, hvort sem þú ert í sambandi eða ert að leita eftir sálufélaga.

Þú gætir jafnvel átt erfitt með að sofa í þeim mikla krafti sem verður í þessum júlímánuði. En það er svo einkennilegt að það er eins og þú þurfir bara minni svefn. Svo ekki krefjast þess af þér að þú þurfir að sofna á ákveðnum tíma, því það veldur þér bara stressi og þá verðurðu skapstirður. Þú lætur þér meira í léttu rúmi liggja þótt einhver pirrist út í þig, það hefur engin sérstök áhrif á þig. Þú ert bæði félagslyndur og einfari, svo það er líka mikilvægt að rækta hellisbúann og leyfa sér einveru, kyrrð og þögn inni á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál