Fiskarnir: Þú munt færa sólina inn í líf annarra

Elsku Fiskurinn minn,

þér dettur það oft í hug þú hafir ekki afkastað nóg, þar sem plánetan Mars er svo sterk yfir stöðunni þinni, þá áttu eftir að finna athafnamanninn í þér. Mundu að þú verður fyrst og fremst að tengja huga þinn við að vera ekki of alvörugefinn í metnaði þínum og finnast að einhverjir séu á móti þér. Það er nefnilega ranghugsun. Ekki láta alla vita hvað þú ætlar að gera eða hvert þú ætlar að fara. Haltu því bara elskan mín hjá sjálfum þér. Þetta er merkilegt sumar sem þú munt færa sólskin inn í líf annarra. Og þegar þú gerir það mun sólskinið tvöfaldast inn í þína tilveru. Þú skalt stefna hátt og búast við miklu, því þó það væri sjálf sólin sem þú ætlaðir að fanga og þú gætir það ekki, þá muntu allavega krækja þér í stjörnu.

Það fer svolítið  í pirrunrar á þér í sambandi við menntun, hvað þú eigir að læra og hvers vegna. En mþað er alveg sama hvaða menntun þú hefur og þó hún gæti tryggt þér starfið, þá er það samskiptahæfni þín sem tryggir þér stöðuhækkunina, ekki menntunin.

Hjarta manns er svo fljótt að gleyma góðum árangri og áföngum sem hafa skautað inn í lífið síðustu árin.  Og þegar sú hugsun sígur inn í heilabúið, þá getur hún mallað þar í mörg, mörg ár og hindrað það sem þú hefur fullkominn rétt á. Skrifaðu nú niður allt sem hefur fært þér velgengni, segjum bara síðustu þrjú ár. Og það væri ekki verra þú skrifaðir það niður á appelsínugult blað, því heilinn og frumurnar muna betur það sem er lesið upp af slíkum lit.

Þú þarft að vinna að því að öðlast velgengni, svo farðu og náðu í hana, því það er að birtast þér svo mörg tækifæri sem innihalda góða áfangasigra og hamingju. En þú þarft að hafa hugrekkið að grípa þegar slík tækifæri gefast þér. Þú átt eftir að finna fyrir fiðrildum í maganum, tíðni og víbringur ástarinnar hækkar, því þú ert eins og segull á ástina.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál