Hrúturinn: Þú verður í sviðsljósinu

Elsku Hrúturinn minn,

það er svo sannarlega búin að vera mikil spenna í kringum þig. Þú getur nýtt og notfært þér hana til að koma því áleiðis sem þú vilt, en ef þú stendur kyrr og framkvæmir ekki þá leggst hún á andlegu hliðina þína. Þú þarft að vera á ferð og flakki með sjálfan þig til þess að allt gerist í þeirri röð sem þú kýst. Þegar þú hættir að hugsa og stoppar allt streymi og ert í engu þá framkvæmir þú ekki plönin þín.

Þetta er svo sérstakur tími sem þú hefðir alls ekki viljað missa af og það detta upp í hendurnar á þér gjafir frá Universinu eða Uppsprettunni. Og ef þú ert ekki á fullri ferð nú þegar, þá muntu svo sannarlega setja í fimmta gír núna.

Þú þarft að umbreyta reiði yfir í jákvæða orku og það þarf bara ákvörðun til að gera það. Þú þolir svo illa að standa ekki við gefin loforð. Svo lofaðu alls ekki upp í ermina á þér, því það dregur þig alveg niður ef tímasetningar standast ekki.

Þú verður í sviðsljósinu að öllu eða að einhverju leyti og leyfðu þér að njóta alls hins góða sem fylgir því. Þú ert líka að fara inn í merkilegan kafla þar sem þú ákveður að hjálpa öðrum af einlægni. Það fyllir þig auðmýkt sem er það merkilegasta sem við mennirnir getum kallað á. Því að auðmýktin rotar reiðina og sýnir þér hamingjuna.

Þig vantar nákvæmlega ekki neitt, svo ekki hafa hugann á vöntun, það er að þig vanti eitthvað. Og sjáðu að allt er að gerast í réttri röð, þú hefur veðjað á rétta hluti og maí færir þér uppgjörið.

Fyrir þá sem eru á lausu í þessu líflega merki get ég sagt ykkur að Venus er búinn að vera að skjóta ástarörvum til ykkar og það er mjög trúlegt að ein þeirra hafi hitt í mark.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál