Tvíburinn: Þú ert að fara inn í mikla veislu

Elsku Tvíburinn minn,

þú ert að fara inn í mikla veislu í lífinu, ert spenntur fyrir svo mörgu en ert samt ekki alveg viss fyrir hverju. Þessi kraftur sem er að vakna til lífsins er eins og stórbrotna eldgosið sem flæðir hér um í öllum sínum krafti og litadýrð.

Barnabarnið mitt var að keyra með mér og ég benti henni á eldgosið og þá sagði hún: „Þetta er bara lítill Keilir, og ég veit að þeir verða vinir – Keilir stóri og Keilir litli.“ Og til þín vil ég sérstaklega benda á að núna er það vináttan sem gildir. Þú þarft að vera mjög meðvitaður um að gefa vinum þínum gott að borða, hvort sem það eru orð eða fallegar gjörðir til þeirra.

Og þú þarft  líka að binda enda á einhverja vitleysu sem hefur gerst milli þín og einhvers og þú lokaðir á viðkomandi eða hann á þig. Sá vægir sem vitið hefur meira er gott máltæki og ekkert verður fallegra hjá þér en að vera bara auðmjúkur og lúffa fyrir egóinu sem oft er að drepa mann. Þú þarft ekki einu sinni að segja fyrirgefðu, því það er bara beðið eftir því að þú hafir samband.

Í þessari orku felst blessun, svo leystu málin strax, því annars finnst þér dvelja ský yfir höfðinu á þér. Að bíða með eitthvað fyrir þig elsku Tvíburinn minn er það versta í stöðunni. Láttu það gossa, ekki ofhugsa og gerðu bara hlutina, það er þinn stíll.

Ef þú ert á lausu í ástinni, leyfðu þér þá að hafa fleiri möguleika opna, því þá kemur auðveldlega til þín sá sem er þess verður þú elskir hann. Og þótt þú sért farfugl og ferð þangað sem vindurinn ber þig, þá veitir það þér heppni tengt í kringum atvinnu og ýmis tilboð að leika þér bara að því og með það sem þú hefur nú þegar á þessum athyglisverða og skemmtilega tíma.

Knús og kossar,

Sigga Kling


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál