Hvað þarftu að gera til að erfa lífsförunautinn?

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr um rétt sitt ef makinn fellur frá. 

Sæl.

Hvaða rétt hefur sambýlisfólk til fjörutíu ára, en ógift, þegar annað þeirra fellur frá. Á fjölskylda hins látna fullt tilkall til eigna hans eða getur sambýlingurinn krafist hluta hans? Þau eru bæði skráð fyrir húseign til jafns og hafa ekki gert erfðaskrá.

Kær kveðja, 

BJ

Góðan daginn 

Fólk sem skráð er í sambúð en eru ekki gift erfa ekki hvort annað. Það er þannig enginn réttur til arfs á milli sambúðarfólks ef annað fellur frá. Erfingjar hins látna eru þá börn viðkomandi, en ef þeim er ekki til að dreifa þá eru það foreldrar og ef þau eru ekki á lífi þá systkini.

Allar skráðar eignir hins látna falla inn í dánarbú hans, ef sambýlisfólk er skráð að jöfnu fyrir húseign þá fellur helmingurinn í dánarbúið. Sambúðarmaki getur gert kröfur um hlutdeild í eignum hins látna, en það er flókið úrlausnarefni og sjaldnast leyst öðruvísi en fyrir dómstólum.

Kær kveðja,

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál