Á erfitt með að samþykkja núverandi eiginmann sinnar fyrrverandi

Pexels/cottonbro studio

Karlmaður á erfitt með að sætta sig við skilnað sinn og fyrrverandi eiginkonunnar. Er hann uppfullur af gremju í hennar garð og getur ekki sætt sig við nýja eiginmanninn hennar.

Hann leitar því ráða hjá sérfræðingi.

Fyrir nokkrum árum tilkynnti þáverandi konan mín að hún væri ekki lengur ástfangin af mér. Við höfðum verið gift í tíu ár og eigum tvö börn saman. Ég hélt við værum hamingjusöm. Við fórum í hjónabandsráðgjöf og ég áttaði mig á því að hún átti í erfiðleikum með samskipti og hafði byrgt tilfinningar sínar inni í mörg ár. Ég bar kennsl á lögmæt umkvörtunarefni og viðurkenndi þau, en hún bar mikla gremju í minn garð. Okkur bæði skorti sjálfsvitund í hjónabandinu og þróuðum með okkur óheilbrigða eiginleika sem skemmdu sambandið okkar.

Ég var staðráðinn í því að vinna í sjálfum mér og hjónabandi okkar. Ég komst svo að því að konan mín hafði átt í ástarsambandi við samstarfsmann sinn. Hún fullyrti að þetta hefði aðeins verið líkamlegt samband, en það var nokkuð ljóst að hún hafði átt í tilfinningalegu framhjáhaldi í einhvern tíma.

Þrátt fyrir að hafa vonast til þess að bjarga hjónabandinu flutti ég á endanum af fjölskylduheimilinu og byrjaði að fara á stefnumót með öðrum. Um það bil ári eftir að þetta gerðist kviknuðu neistar á milli okkar aftur, til skamms tíma. Hún endaði sambandið þó og við skildum nokkrum mánuðum seinna. Innan skamms var hún trúlofuð öðrum manni og eru þau nú gift. Hann eyðir helmingi tíma síns á gamla fjölskylduheimilinu mínu.

Fyrrverandi konan mín er ekki slæm manneskja en hún er með mörg sár úr æsku sem hafa ekki fengið að gróa og óöryggi hennar virðist ráða ferðinni þegar kemur að hegðun hennar. Hún segir til að mynda að nýja sambandið hafi ekki verið orsök þess að hjónaband okkar fór í vaskinn. Ég skil að hún hafi verið óhamingjusöm í einhvern tíma áður en framhjáhaldið hófst, en hún virtist aldrei hafa neinn hvata til að vinna í hjónabandi okkar vegna nærveru hans.

Ég geri með besta til að vera meðforeldri en hún heldur áfram að vera léleg í samskiptum, auk þess sem hana skortir oft skilning á aðstæðunum. Nýi maðurinn hennar er greinilega hrifinn af börnunum okkar en er reglulega ófær um að virða mín mörk sem faðir þeirra.

Ég er enn mjög sorgmæddur vegna upplausnar fjölskyldu minnar, en fyrrverandi eiginkona mín lætur eins og ekkert óeðlilegt hafi gerst. Ég er reiður í hennar garð og á erfitt með að fyrirgefa henni. Ég veit að þetta er hindrun í bataferli mínu, en ég sit í besta sætinu hvað varðar hennar nýja líf og það er enn erfitt fyrir mig að sætta mig við hvernig hún hefur hagað sér. 

Svar sérfræðingsins:

Það er augljóst að þú hélst að hjónaband þitt væri hamingjusamt, alveg þangað til fyrrverandi konan þín tilkynnti þér að hún elskaði þig ekki lengur. Það virðist sem svo að skortur hennar á samskiptahæfileikum og skortur þinn á meðvitund varðandi hegðun hafi gefið hennar þessi svokölluðu réttmætu umkvörtunarefni, eins og þú kallar, sem leiddu til óhamingju hennar og að hjónabandinu lauk. Þið hafið greinilega reynt að taka á vandamálunum, þótt það hafi ekki tekist, og á meðan konan þín virðist vera komin yfir skilnaðinn hefur þér ekki tekist það.

Þó það hljómi einfalt þá glímir þú við eins konar skilnaðarsorg, missi sem kemur af völdum skilnaðar og að fjölskyldan hafi sundrast. Líkt og þegar um andlát er að ræða, glímir þú við margvíslegar tilfinningar. Þar á meðal reiði, gremju og örvæntingu. Sorgarferlið tekur tíma og getur verið einangrandi og einmanalegt, en það þarf að sætta sig við missinn svo hægt sé að lifa með veruleika hans. Hins vegar er ljóst að þú ert fastur í flóknum sorgarviðbrögðum og ert enn langt í burtu frá því að samþykkja þetta, sem gerir þér kleift að skipti yfir í heilbrigt og hamingjusamt líf eftir skilnað.

Þessi sorgarviðbrögð koma í veg fyrir að þú sættir þig við hvernig lífið er núna og að komast yfir gremju og ásakanir. Hugtakið að sætta sig við hljómar undarlega þegar það er notað í samhengi við missi, hvernig getum við nokkurn tímann sætt okkur við missi? Hvort sem hann er vegna dauða eða skilnaðar. Það er rétt að vegna þess að missir er varanlegur þá er sorgin það líka, en eina leiðin til að koma í veg fyrir að missirinn hafi áhrif á framtíð okkar er að laga sig að honum og samþætta hann áframhaldandi lífsreynslu okkar.

Þú býrð enn yfir tilfinningum sem tengjast fortíðinni og fyrst þú ert óhamingjusamur varðandi til dæmis uppeldi barnanna ykkar og hlutverk nýja eiginmannsins í lífi barnanna, virðist þú hafa náð að aðlagast nýjum veruleika. Börnin þín virðast ekki í hættu, þú virðist hins vegar vera pirraður yfir gjörðum fyrrverandi konu þinnar og hegðun nýja eiginmanns hennar. Við getum öll fundið sökina hjá öðrum, sérstaklega þeim sem við berum gremju til, en sá sem hefur mest áhrif á skort á samþykki þínu og aðlögunarhæfni þinni ert þú sjálfur.

Við getum hvorki stjórnað né breytt hegðun annarra, aðeins okkar eigin hegðun. Við getum hins vegar haft áhrif á hegðun annarra með samskiptum. Því má færa rök fyrir því að með því að sætta þig við ástandið eins og það er gætir þú farið að sjá breytingar í hegðun fyrrverandi eiginkonu þinnar. 

Sátt snýst ekki um að læra að líka við ástandið heldur að læra að lifa með því á friðsamlegan hátt. Reiði þín og gremja er eitruð og mun ekki breyta neinu. Hvernig getur þú fundið þessa sátt? Ólíkt andláti fylgir missir vegna skilnaðar engin félagsleg rútína, sem gerir syrgjandi einstaklingi kleift að njóta stuðnings vina og fjölskyldu á kveðjustund. Sumu fólki finnst hjálplegt að skrifa í dagbók. Þetta er ekki gert til að senda á neinn, bara til að segja það sem segja þarf til að koma á einhverjum endalokum. Einnig þarftu að finna þér eitthvert stuðningsnet til að hjálpa þér að lifa með þessari flóknu sorg. Einnig getur verið gott að leita sér aðstoðar fagaðila.

Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál