Jónína Ben leiddi þau saman

Yesmine Olson og Arngrímur Fannar Haraldsson eru gestir þáttarins Betri helmingurinn með Ása. Hjónin hnutu um hvort annað í líkamsræktarstöðinni Planet Pulse sem Jónína Benediktsdóttir heitin rak á sínum tíma. Yesmine var einkaþjálfari í stöðinni þegar Addi Fannar, eins og hann er kallaður, kom þangað inn fyrir tilstuðlan bróður síns, Einars Bárðarsonar. 

Addi Fannar var á þessum tíma í hljómsveitinni Skítamóral sem naut mikilla vinsælda. Einar Bárðarson hafði gert heimasíðu fyrir Jónínu Ben og fengið greitt í leikfimiskorti í stöðinni. Hann var minna fyrir leikfimi og var auk þess á leiðinni til Bandaríkjanna. Hann lét litla bróður því hafa kortið sitt og sagði við Yesemine að hún yrði að sjá um hann. 

Yesmine er alin upp í Svíþjóð og starfaði í leikfimisstöð Jónínu Ben þar í landi en auk þess starfaði hún í skemmtanabransanum. 

„Ég var að vinna fyrir Jónínu Ben í Svíþjóð. Þegar ég sagði við hana að ég ætlaði að fara til New York að vinna þá sagði Jónína „Nei, nei, þú þarft að sjá heiminn fyrst“ og svo sendi hún mig til Íslands,“ segir Yesmine og hlær. Þú hefur náttúrlega ekki séð heiminn fyrir en þú hefur komið til Íslands! 

Örlögin gripu í taumana og hér er Yesmine ennþá meira en tveimur áratugum síðar. 

Addi Fannar er viðskiptastjóri í Hörpu en um þessar mundir er Yesemine að opna veitingastað í mathöllinni Pósthúsinu sem er staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess að vera dansari og einkaþjálfari er Yesmine einstakur kokkur og hefur gefið út matreiðslubækur og verið með matareiðsluþætti í sjónvarpinu. Hún segist vera leynikokkur en hún hefur oft verið bak við tjöldin að elda mat fyrir fólk. Nú ætar hún hinsvegar að koma út úr skápnum með eldamennskuna og opna veitingastað. Hún hlær reyndar þegar hún er spurð um stærð staðarins og segir að þetta sé bara lítið horn í mathöllinni. 

„Ég er loksins að opna veitingastað,“ segir hún og bætir því við að hún hafi fundið að nú væri rétti tíminn. Fólk skilgreinir hana kannski sem Indverja þar sem hún er fædd á Sri Lanka en málið er að hún var ættleidd til Svíþjóðar þegar hún var barn og var því alin upp á sænskum kjötböllum. 

Yesmine segir að hún hafi strax sem barn fengið mikinn áhuga á matreiðslu. Henni hafi til dæmis fundist sænsku kjötbollurnar frekar bragðlausar og farið að reyna fyrir sér í eldhúsinu þegar hún var krakki. Fyrsta Indverska matinn smakkaði hún hinsvegar í Kaupamannahöfn þar sem hún fór í sérstaka leyniferð ásamt systur sinni. 

„Það var ekki indverskur matur neins staðar í Svíþjóð. Við systir mín, sem er líka ættleidd frá Sri Lanka, stungum af og fórum til Helsingjarborgar þar sem við tókum bátinn fyrir til Helsingør. Þaðan tókum við lestina yfir til Kaupmannahafnar. Þar var indversk búlla á Istegade og þarna borðuðum við fyrstu indversku máltíðina. Við sögðum foreldrum okkar ekki frá þessu fyrr en við vorum orðnar fullorðnar,“ segir Yesmine og hlær. 

Yesmine og Addi Fannar hafa upplifað margt skemmtilegt en hægt er að hlusta nánar á þau og ævintýri þeirra á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál