Allt of mikið námsval getur valdið áhyggjum, kvíða og ringulreið

Ljósmynd/unsplash.com

„Þegar ungt fólk í dag velur sér nám stendur því til boða mjög margir möguleikar, sem enn fer fjölgandi. Þetta getur jafnvel verið of mikið af því góða. Að standa frammi fyrir of mörgum valmöguleikum getur ýtt undir ringulreið, stress og kvíða,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir sálfræðingur í sínum nýjasta pistli: 

Þórey Kristín Þórisdóttir sálfræðingur.
Þórey Kristín Þórisdóttir sálfræðingur.

Við þekkjum það eflaust sjálf að ef við förum á kaffihús eða veitingarstað og mjög margir valmöguleikar eru í boði þá getum við orðið ringluð og tekið allt of langan tíma í að ákveða okkur. Ekki nóg með það heldur getur valkvíði myndast í kjölfar vals því hvað ef valmöguleiki d var betri en a? Hvað ef valmöguleiki f er miklu betri en a og d? 

Þetta getur haldið áfram endalaust og oft upplifir fólk vonbrigði vegna vals síns því það er með hugann við hina valmöguleikana. Það er einnig til að einstaklingar fresta vali vegna yfirþyrmandi valmöguleika og vegna þess að það er hrætt við að gera mistök (decicion paralysis). 

Við sem foreldrar getum gert margt til að hjálpa og styðja við val barna okkar. 

Persónuleiki barna og styrkleikar þeirra eru fljótir að koma upp á yfirborðið og geta gagnast þeim mjög mikið þegar fram í sækir ef við foreldrar, starfsmenn opinberra stofnana og vinir eða ættingjar eru meðvitaðir um þá. 

Við sem foreldrar sjáum ákveðna styrkleika hjá börnum okkar en svo eru t.d. starfsmenn leikskólans sem sjá allt aðra styrkleika, og þess vegna kjörið að safna saman vitnisburðum fyrir barnið til að eiga þegar fram í sækir. 

Til dæmis er barn sem getur leikið sér eitt og dundað sér í langan tíma með sterkt ímyndarafl og  sköpunargáfu. Leikskólinn sér svo hugsanlega eitthvað allt annað því þá er barnið umkringt öðrum börnum. T.d. gæti leikskólinn haft orð á hversu mikla samkennd barnið býr yfir þegar það leikur sér með öðrum börnum og hversu gott barnið er að greiða úr ágreiningum. Þetta eru hugsanlega kostir sem sjást ekki eins vel heima fyrir ef systkinahópurinn er ekki stór.  

Það þarf ekki að vera mikið en allt hjálpar. Hvað fannst barninu gaman að gera ? 

Börn eru ekki að gera það sem þeim langar til að gera því þau eru lituð af status eða praktískum tilgangi. Þau eru eins og þau eru vegna persónuleika þeirra og þau gera það sem þau vilja gera vegna löngunar og áhugasviðs. 

Ef þú ert foreldri þá mæli ég með skrifa niður punkta eftir foreldrafundi og taka vel eftir hvað gerir barnið þitt einlæglega hamingjusamt. 

Ef þú ert ein/n af þeim sem stendur frammi fyrir námsvali, spurðu foreldra þína hvað þú elskaðir að gera þegar þú varst barn og hvað þú varst góður í og umfram allt hvað gladdi þig mest.

Þar að auki eru til tæki og tól til að hjálpa við að þrengja valmöguleikanna eins og t.d. persónuleikapróf eða markþjálfun sem dæmi ef barnið er orðið fullorðið og stendur á krossgötum. 

Eitt er víst að margir valkostir geta verið óþægilegir en það er oft hægt að þrengja hringinn með því að líta inn á við og komast að því hvað veitir gleði og ánægju.

Þú getur sent Þóreyju Kristínu fyrirspurn HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál