c

Pistlar:

11. desember 2021 kl. 12:23

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Heima baðdekur og allar græjurnar sem framkalla gæsahúð frá toppi til táar

Áhugi á alvöru baðdekri fer ört vaxandi sem má fullyrða að það sé það allra ferskasta í íslenskum baðkúltúr. Allskonar sögum fer af baðmenningu Íslendinga en líka af Íslendingum sem ekki böðuðu sig. Snorri spann silfurþráð í heitri laug, Jónas frá Hriflu lét byggja laugar yfir okkur (og þjóðin lærði sundtökin) og í mjög stuttu máli, þá bættist við hver útilaugin af annarri og heiti potturinn (að hætti Snorra) varð til. Nú er laug ekki með laugum nema að hún nefnist baðlón. En áhugaverðast er að sjórinn hefur sjaldan verið vinsælli og átti sennilega sviðið 2021.
baðmyndNú er það heimabaðdekrið sem blívur. Heilsulindarupplifun heima með öllu sem til þarf er kannski löngu tímabær upplifun.

Fyrsta reglan í góðu baðdekri er að koma sér vel fyrir inn á baðherbergi og skapa notalegt andrúmsloft, jafnvel með kertum, reykelsi, tónlist og tilheyrandi. Og ekki síst; hafa allar baðgræjur innan seilingar. Jú, og góðar lífrænar nuddolíur.
Ég og litla systir mælum möglunarlaust með Hydréa London baðgræjunum enda búnar horfa til þeirra í mörg ár og sjá þær sópa til sín verðlaunum fyrir vandvirkni og umhverfisvitund. Þessar baðgræjurnar fást nú loks í Systrasamlaginu.
Lykilatriði þegar um heilsulindarupplifun er að ræða er að byrja á að bursta líkamann hátt og lágt. Gerðu eins og almennt er ráðlagt, byrjaðu á fótunum (og já iljunum líka) og nuddaðu uppeftir líkamanum í hringlaga hreyfingum. Notaðu báðar hendur.

Hér er allt sem til þarf:

FYRIR BAÐ

Veldu líkamsbursta sem þér hentar.

Sumir vilja harða bursta, aðrir mýkri. Fyrir þá sem kjósa harða bursta er spurning um góðan gufubaðsbursta sem hefur hörkustigið 5 af 5 mögulegum. Við mælum með gufubaðsbursta sem er þakin þéttum kaktushárum og er tilvalin fyrir reyndari notendur sem vilja djúsí og djúpa þurrburstun.

Nudd með túttumAnnar kostur í stöðunni er að notast við detox líkamsbursta sem er hugsaður fyrir djúpa og nærandi húðhreinsun og þykir góður til að vinna gegn appelsínuhúð (með hörkustig 4 af 5). Burstinn er þakinn sveigjanlegum gúmmítotum til að draga úr spennu og fer djúpt.

Þriðji kosturinn er að velja bursta sem hefur hörkustigið 2 af 5. Hann er fullkominn fyrir byrjendur vegna mýkri háranna en er þó með stinnari hárum sem skorin eru þannig að þau mynda mjúkar en um leið árangursríkar strokur yfir útlínur líkamans. Þannig fer saman hámarksárangur og þægindi. Bursta sem þennan er hægt að fá með lausu handfangi. Þannig að hægt er að taka af skaftið ef þörf er á öflugri burstun. Ef þú kýst algera mýkt má nota þessa tegund ofan í baðinu í staðinn fyrir að þurrbursta.
líkamsbursti með lausu handfangi
Fjórði kosturinn er að nota nuddhanska eða nuddvettlinga sem er nokkuð mýkri leið. T.d. er blandan kopar og lífræn bómull frábær fyrir þá sem safna upp mikilli mjólkursýru vegna streitu og eða mikilla æfinga. Kopar er frumlegt og skemmtilegt efni sem eykur teygjanleika húðar.

BAKIÐ

Sisal bakrenningurÞað getur verið erfitt að teygja sig með burstann aftur á bak nema handfangið sé óralangt. Þess vegna fundu Japanir upp sisal nuddrenningin sem er ekki bara mögnuð græja, heldur getur valdið góðri gæsahúð. Sisal trefjar eru unnar úr laufum agave plöntunnar og svo sveigjanlegar og náttúrulega grófar að þær veita nærandi djúphreinsun fyrir bakið, svo straumar berast um allan líkamann. Svona renningur er í raun góður fyrir öll erfiðari svæði líkamans, eins og axlir bak og aftan á lærum.  

Í BAÐINU

Nigella bakarÞað er ekki víst að allir nenni að fara í hörku hárþvott. Hvíldin er aðalmálið þegar í baðið er komið. Þá um að gera að skella á sig baðhettu og hafa góða augnhvílu innan seilingar. Hydréa fyrirtækið á einmitt augnhvíluna sem kjörin ein af þeim allra bestu enda lungamjúk og lagar sig að augnsvæðinu. Og að sjálfsögðu má hún blotna. Baðhettan er líka skemmtileg og til margs brúkleg en það barst um alla samfélagsmiðla á árinu þegar eðal sjónvarspskokkurinn Nigella Lawson ákvað að nota sína hlébarða baðhetttu líka til að hefa brauð.

ANDLIT

Gott andlitsnudd er ómissandi hluti af baðdekrinu. Þar mælum við með andlitsnuddpúðum úr lúffaplöntunni (loofaa). Sú planta vex undir egypsku sólinni en aðeins lúffaaplantan býr yfir þykkum, lausum og sveigjanlegum náttúruvefnaði. Mælt er með slíkum andlitsnuddpúða af öllum helstu sérfræðingum fyrir árangurríkt andlitsnudd. Byrjaðu á enninu og nuddaðu með hringlaga hreyfingum eftir öllu andlitinu.

FÆTUR & HENDUR

naglaburstiEftir notalegt bað jafnast fátt á við frábæra fótaþjöl og naglabursta sem virkar. Fótaþjöl, sem hefur yfirborð keramik kristalla og virkar á sprungna hæla, gefur mýkt og eykur blóðrás. Naglaburstinn er svo kapítali út af fyrir sig. Í haust var einmitt naglaburstinn frá Hydréa London valinn eitt af heilsutrendum haustins í Vouge. Það er ekki síst vegna þess að hann býr yfir smáum hornpensli til að þrífa vel neglur og naglabönd, sem kemur sé vel eftir mikla sprittnotkun undanfarið. Notaðu olíu með.

Gleðilegt jóladekurbað!

Heimaspa

 

 

 

 

 

 

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira