c

Pistlar:

20. júní 2021 kl. 19:57

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hámaðu í þig C-vítamín í sumar

Eitt af þeim vítamínum sem bar hvað hæst í umræðunni í Covid er C-vítamín. Það vítamín er sannarlega tengt húðinni (undirstaða kollagenmyndunnar og unglegs útlits), sjónin þarf C-vítamín, liðir, beinin og margt annað. En umfram allt er C-vítamín afar mikilvægt fyrir ónæmiskerfið til að verjast sýkingum.

Undanfarið hefur vaknað mikill áhugi margra á að næra sig með forvarnir og almennt betri líðan í huga. Þá er mikilvægt að ítreka að C-vítamín er eitt af miklilvægustu næringarefnunum sem á stærsta þáttinn í að hægja á öldrum og hrörnun líkamans.

Margir hafa spurt okkur í Systrasamlaginu hvernig megi fá meira C-vítamín úr fæðu (fyrir utan appelsínum sem ekki fer vel í alla). Það er gnótt af C-vítamíni í berjum, öllum sítrusávöxtum, laufmiklu grænmeti og spergilkáli. Flestar alþýðulækningar leggja afar mikla áherslu á C-vítamín til að fyrirbyggja sjúkdóma.

C-vítamín, eða ascorbic sýra er vatnsleysanlegt vítamín, sem hagar sér eins og andoxunarefni. Nauðsynlegt er að fá það úr mat því líkaminn getur ekki framleitt það sjálfur. Það eru alls ekki bara appelsínur sem eru C vítamín ríkar. Sólber eru t.d. ein kröfugasta C-vítamín uppspretta náttúrunnar. Hér er góður listi yfir framúrskarandi C-vítamín ríka fæðu sem þú skalt nota tækifærið til aðháma í þig í sumar. Sólber

 

1. SÓLBER

Bolli: 203 mg (338 prósent af ráðlögðum dagskammti).

Mjög breið blanda andoxunarefna, C-vítamín og trefjar. Geyma einnig A, B og E vítamín.

Margir rækta sólber á Íslandi en þau eru líka hægt að fá frosin af góðum gæðum og þekkt saft sem er að vísu mikið sykrað. Sólber eru frábær í sultu, söft, þeytinga, mögnuð í Acai skálar (eru t.d. í Systrasamlagsins skálinni), góð í granóla, út á jógúrt og salat. Að ekki sé talað um í eftirrétti.

 

2. KÍWI

Bolli: 164 mg (273 prósent af RD)

Ríkt af C vítamíni, kalíum, kalki, K-vítamíni og fólínsýru.

Gott í ávaxtasalöt, þeytinga og eftirrétti og auðvitað eitt og sér.

 

3. LAUFMIKIÐ GRÆNMETI, spínat, grænkál.

Bolli spínat: 80 mg (134 prósent af RD)

Sneisafullt C- vítamíni og andoxunarefnum, þar með talið flavónóíðum, jurtafenólum, A, vítamíni, kalki, trefjum, ofl.

Notaðu í salatið, þeytinga, grænmetisrétti og súpur.

 

4. SPERGILKÁL og annað af krossblómaætt.

broccoliBolli, 81 mg (135 prósent af RD)
Mjög hátt í A, C, E, K og B vítamínum, fólínsýru, trefjum og andoxunarefnum eins og lúteini og sulforaphane.

Gufusjóðið, steikið, borðið með fiski, notið í súpur. Endalausir möguleikar.

 

5. GREIP, mandarínur og aðrir sítrusávextir:

1/2 ávöxur: 38 mg (164 prósent af RD)

Stútfull af C- vítmíni og öðrum andoxunarefnum, sem og fólínsýru, kalki, trefjum ofl.

Borðaðu sem millibita, og notaðu í þeytinga, kreystu safa. Dásamlegt að nota í salatsósur.

 

6. PAPRIKA og aðrir piparávextir.

Bolli: 120 til 190 (317 prósent af RD)

Frábær uppspretta C og A vítamína, kalíums, magnesíums og B-vítamína.

Notið í salöt, samlokur, pottrétti, tacó, hummus, ídýfur, steikið. Hér er fullt af möguleikum.

 

7. BER (allskonar; bláber, acai og jarðaber ofl.)

Bolli jarðaber 89 mg (149 prósent af RD)

Mjög rík af andoxunarefnum, þar með talið fjölfenólum, eins og anthocyanins, C og A vítamínum, trefjum, mangani og K-vítamíni.

Best að borða nýtt og ferskt en líka súper í grauta, jógurt, bakstur, sultur og þeytinga.

 

8. ANANAS (plús mangó og aðrir suðrænir ávextir)

Bolli ananas: 79 mg (131 prósent af RD)

Fullt C-vítamíni, en líka ensímum eins og brómelíni, magnesíum, mangani og B-vítamínum.

Grillaður ananas er ómótstæðilegur. Líka góður í grauta, þeytinga, bakstur og eftirrétti.

 

9. TÓMATAR

1 bolli 23 mg (38 prósent af RD)

Talsvert af C-vítamíni og andoxunarefnum, A-vítamíni, fólínsýru og krómi

Skemmtu þér í sumar við að búa til tómatsósur og súpur. Notaðu í salöt og grillaðu.

Ef þú kýst að taka inn C-vítamín, sem margir ættu að gera, er mikilvægt að það sé unnið úr óerfðabreyttri fæðu. Þá fer mun betur í marga að C-vítamínið sé í fylgd fitusýra, án þess að það sé endilega “liposomal”. Því miður er mikið af liposomal C-vítamíni kemískt unnið, oft prófað á dýrum og stundum erfðabreytt. Hafðu heldur C-vítamínið náttúrulega unnið, í fylgd góðra fitusýra, án aukaefna og í öllum bænum, forðist það sem hefur verið prófað á dýrum.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira