c

Pistlar:

29. september 2015 kl. 16:03

Marta María Jónasdóttir (martamaria.blog.is)

Ertu dóttir Mörtu Maríu?

mac2.jpgÞað blasti ekki fögur sjón við smáhestinum þegar hann leit í spegil fyrr í vikunni og áttaði sig á því að það yrði að gerast kraftaverk. Það væri ekki nóg að kaupa bara D-vítamín, minnka sykurneyslu og bæta við leikfimisæfingum heldur þyrfti stærra inngrip. Hann gæti bara ekki farið inn í næstu árstíð eins og framliðinn.

Sumarbrúnkan, sem smáhesturinn hafði mikið fyrir að mastera, ýmist í Sundlaug Seltjarnarness eða í erlendum stórborgum, var algerlega gufuð upp. Eftir stóð bara dálítið bugaður, grár og gugginn smáhestur sem var alls ekki tilbúinn í slaginn. Jafnvel þótt búið væri að járna geyið og hugsa þokkalega um grunnþarfir hans.

Smáhesturinn er ekkert öðruvísi en aðrar spariguggur á hans aldri. Með fullri virðingu fyrir öllum heimsins aldursbilum þá þekkir smáhesturinn enga spariguggu sem þráir að líta út fyrir að vera eldri en hún er. Og vondu fréttirnar eru að það er akkúrat á þessu aldursbili, á milli fertugs og fimmtugs, sem ekki er hægt að fela fyrri lifnaðarhætti. Smáhestar sem hafa steikt á sér húðina í ljósabekkjum eða verið allt of duglegir við að vökva lífsblómið súpa seyðið af því fyrr eða síðar. Eins ömurlega og það hljómar þá bara sést það á húðinni. Sorry.

Auðvitað er aldrei of seint að taka upp hollari lífshætti en vandamálið er að maca-duft, chia-fræ, kókósvatn, poppað kínóa og hampfræ geta ekki strokað yfir fyrri lifnaðarhætti og þetta eðalstöff virkar ekki eins og „real life photoshop“ – því miður.

Það er þó eitt trix sem virkar betur en flest annað ef við viljum yngjast og eflast á núll einni og það er að minnka sykurneyslu eða jafnvel sleppa henni alveg. Smartland Mörtu Maríu hefur staðið fyrir Sykurlausum september allan mánuðinn og birt fjölda greina og viðtala við fólk sem hefur prófað að henda sykrinum út úr mataræði sínu.

Smáhesturinn þekkir það af eigin raun hvað ásjóna hans skánar lítillega eða um allavega 15% ef hann hendir sykrinum út eða minnkar hann. Þess á milli á þetta óargadýr í stöðugri baráttu við sitt innra sjálf. Ef hann gleymir að hugsa er hann kannski skyndilega kominn memac.jpgð múlinn lóðréttan ofan í nammibarinn eins og eitthvert lítið ógæfuhross. Þess vegna þarf heilt internet og heilan mánuð til að halda smáhrossinu frá sætindunum.

En þegar staðan verður eins og í byrjun vikunnar þar sem smáhesturinn leit út fyrir að vera nær dauða en lífi dugar ekkert minna en að rífa upp seðlaveskið og kaupa sparsl fyrir allan peninginn. Það þarf Prep+Prime BB frá MAC, brúnan augnblýant til að setja inn í augnkrókinn og það þarf brúnferskjulitaðan varalit því hann er svo mikið haust. Svo þarf smáhesturinn ferskjulitaðan kinnalit og glitrandi augnskugga. En áður en andlitið á smáhestinum er tekið í slipp þarf undirlagið að vera sæmilegt. Það þarf að hreinsa andlitið vel með Clarisonic-burstanum og andlitssápu frá Sensai og svo er smáhesturinn að prófa nýjasta íslenska undrið á markaðnum sem er lífvirka húðlínan frá Taramar sem búin er til úr sjávarfangi og læknajurtum. Línan inniheldur engin hefðbundin rotvarnarefni né önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans.taramar.jpg

Eftir þessa verkun mun smáhesturinn ekki þora á nein reunion því hann verður náttúrlega óþekkjanlegur. Nú bíður hann bara eftir spurningunni: „Ertu dóttir Mörtu Maríu?“