c

Pistlar:

28. september 2022 kl. 9:34

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Járnskortur og þreyta

Vissir þú að járnskortur er einn algengasti næringarskorturinn í heiminum? 

Í raun er talið að einn af hverjum 4 einstaklingum glíma við járnskort. Allir aldurshópar geta upplifað slíkann skort en börn, óléttar konur, konur á tíðablæðingum og einstaklingar sem fara í blóðskilun eru þó líklegri. 

Hvað gerir járn í líkamanum?  Screenshot 2022-09-28 at 09.30.30

Járn er mikilvægt steinefni sem hjálpar til við að viðhalda heilbrigðu blóði. 

1. Járn gefur þér orku  

Járnskortur getur leitt til þreytu en að sama skapi getur nægilegt magn af járni hjálpað til við að auka orku. Það er vegna þess að járn tryggir að blóðrauði geti borið nóg af súrefni um líkamann. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt að bæta við fjölbreyttum járngjöfum í mataræðið eykur orku. 

2. Járn bætir vöðvaþol

Vöðvarnir þurfa nægilegt magn af súrefni til að dragast saman, sem er ástæða þess að vöðvaþreyta er eitt af algengustu einkennum járnskorts. Járn er einnig mikilvægt fyrir efnaskipti í vöðvum. Að ganga úr skugga um að þú uppfyllir járn þarfir þínar getur hjálpað til við að halda vöðvunum virkum og bætt vöðvaþol þitt.

3. Járn stuðlar að heilbrigðri heilastarfsemi 

Járn er mikilvægt næringarefni fyrir heilastarfsemina og taugakerfið. Þeir sem glíma við járnskort eiga gjarnan erfitt með að einbeita sér. 

4. Járn styður við meðgöngu 

Á meðgöngu eykst magn blóðs og rauðra blóðkorna til þess að mæta þörfum fósturs og fylgju. Það er því mikilvægt að óléttar konur auki járninntöku, bæði til þess að mæta eigin þörfum og vegna þess að járn er mikilvægt fyrir vöxt og taugaþroska fósturs.

5. Járn styrkir ónæmiskerfið 

Síðast en ekki síst, þá er járn frábært fyrir ónæmiskerfið í heild sinni. Hæfni járns til þess að flytja súrefni til frumna okkar hefur bein áhrif á hvernig frumur geta læknast af skemmdum og barist gegn sýkingum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk með minna járnmagn er næmara fyrir sjúkdómum og þeir sem eru með fullnægjandi járnbirgðir eru fljótari að jafna sig á sýkingum.

Hvernig veit ég að ég sé með járnskort? 

Vægur járnskortur getur verið einkennalaus og hægt er að mæla járnmagn með blóðprufu, þó er það oft erfitt að mæla og oft erfitt að átta sig á því hvað veldur skortinum.

 Algengustu einkenni járnskorts eru: 

  • Þreyta og vöðvaþreyta 
  • Kuldi, hrollur 
  • Mæði 
  • Svimi
  • Höfuðverkur
  • Hárlos og viðkvæmar neglur
  • Bólgin eða sár tunga
  • Pirringur 
  • Einbeitingarskortur

Hvernig vinn ég úr járnskorti?

Hægt er að vinna úr járnskorti, annars vegar með járnríkri fæðu og hins vegar með bætiefnum. 

Góð dæmi um járnríka fæðu eru rauðvín, rautt kjöt, lifur og líffærakjöt, skelfiskur, sardínur, túnfiskur, kalkún, baunir, linsur, dökkt súkkulaði, spínat, kartöflur (með hýði), graskersfræ og kínóa. Rauðrófur og granatepli innihalda einnig járn.

Það er oft vandmeðfarið að velja góð bætiefni þar sem þeim fylgja oft aukaverkanir, svo sem hægðatregða. Þau bætiefni sem ég hef góða reynslu af eru t.d Floradix, það er í vökvaformi og unnið úr jurtum. Einnig eru tuggtöflur fáanlegar í netverslun Heilsubarsins, þær hef ég notað mikið sjálf.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi 

p.s. Kíktu á heimasíðu mína fyrir fleiri blogg og hollar uppskriftir!

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira