c

Pistlar:

29. mars 2022 kl. 16:40

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Óhreinn ristill?

ohreinn ristill

Grunnurinn að góðri heilsu er heilbrigð þarmaflóra.

Ristillinn þinn virkar sem fráveitukerfi líkamans og með vanrækslu á honum breytist hann í geymslustað fyrir eiturefni og starfsemi hans skerðist. Þá leysir ristillinn frekar eiturefni út í blóðrásina sem hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og skjaldkirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð áhrif á orkuna þína.

Ristillinn tengist því einnig hvort við nýtum þá næringu sem við fáum frá fæðu og bætiefnum eða ekki. Ef ristillinn er uppfullur af eiturefnum þá nýtast næringarefnin verr, sem leiðir til næringarskorts þrátt fyrir að verið sé að neyta næringarefnanna!

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað:

Færri en 2-3 á klósettferðir á dag, uppþembu, orkuleysi, slappleika, depurð, vanlíðan og fleira.

Áhrifaríkasta leiðin til að koma koma þarmaflórunni í eðlilegt ástand er með blíðlegri hreinsun með alvöru mat (ekki aðeins með söfum en slíkt getur haft slæm áhrif á nýrnahettur og skjaldkirtil).

Á hverju ári held ég þriggja vikna hreinsun með Nýtt líf og Ný þú þjálfun. Í hreinsuninni er borðaður dásamlegur matur (sem allir á heimilinu getað notið) og ávinningurinn er meðal annars minni verkir, aukin orka, léttari líkami, bættur svefn, minnkun á hitakófum, bætt kólesterólstig og margt fleira!

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira