c

Pistlar:

12. júní 2022 kl. 12:54

Guðrún Arnalds (gudrundarshan.blog.is)

Hvernig er þín forgangsröðun?

Hljómar þetta kunnuglega?
 
Kaupa fisk og kartöflur í matinn
Borga reikninga
Senda hamingjuóskir til afmælisbarns dagsins
Brjóta saman þvottinn
Sækja börnin
Elda kvöldmatinn
Byrja á verkefninu sem er búið að sitja á hakanum
Taka til
Gera við vaskinn
Fara með bílinn í smurningu
Bóka flugið
Laga girðinguna
 
Og SÍÐAN...
Fara í gönguferð (ef tími vinnst til)
Hvílast (ef tími vinnst til)
Hugleiða (ef tími vinnst til)
Skapa (ef tími vinnst til)
Vera (ef tími vinnst til)
 
Getur verið
að við þurfum að endurskoða
forgangsröðunina
hjá okkur? 
 
Kærleikur til þín
Guðrún

Ég býð þér að taka þátt í hugleiðsluferðalagi með mér yfir sumarmámuðina. Dagleg hugleiðsla er gott akkeri að hafa í annríki dagsins, hvort sem er heima eða á ferðalagi. Hún gefur okkur færi á að hlaða batteríin, finna friðsæld og koma heim til okkar sjálfra aftur og aftur. 


Leiðbeinandi: Guðrún Arnalds, jógakennari, hómópati, markþjálfi og  leiðbeinandi í Fókusing, aðferð til að hlusta á visku líkamans.  

Andartak jóga- og heilsustöð

andartak@andartak.is


 

Guðrún Arnalds

Guðrún Arnalds

Guðrún Arnalds starfar sem jógakennari, markþjálfi og leiðbeinandi í Fókusing - aðferð til að hlusta á líkamann og sína innri veröld. Hún rekur jóga- og heilsustöðina Andartak. Hún hefur starfað við heildræna heilsu í 30 ár og kennt jóga í 20 ár og hefur viðað að sér þekkingu og reynslu á þessum sviðum og á öðru því sem snýr að þroskaferðalagi manneskjunnar. 

www.andartak.is

Meira