c

Pistlar:

25. apríl 2022 kl. 12:55

Guðrún Arnalds (gudrundarshan.blog.is)

Vorhreinsun

Vorið er endurfæðing náttúrunnar. Um leið og náttúran byrjar að senda græna sprota upp úr moldinni býður hún okkur líka að endurnýja samband okkar við lífið. Við getum gert þetta í gegn um líkamlega hreinsun, gegn um tiltekt í huganum og í viðhorfum okkar til lífsins. Við getum skoðað venjurnar okkar, hverju við getum sleppt og hvernig við getum betur nært okkur sjálf. Vorið er dásamlegur tími til að endurnærast og til að endurnýja skuldbindingu okkar við okkur sjálf, við heilsu og hamingju.

Einföld vorhreinsun getur verið til dæmis að borða léttara fæði og hjálpa okkur þannig að taka léttari á móti sumrinu. Það eru ýmis te sem geta stutt okkur í að létta á líkamskerfunum, eins og Tulsi te, sem er mjög nærandi fyrir taugakerfið og hreinsar blóðið, Fennel og Engifer styðja við meltinguna og hjálpa okkur að næra meltingareldinn. Svo er líka hægt að taka þetta einu skrefi lengra og fasta eða taka eina viku þar sem við borðum Kitchari, sem er búið til úr mungbaunum og hrísgrjónum. Hér má finna uppskrift: Kitchari. Tilgangurinn með því að borða léttara fæði er að þá fer ekki eins mikil orka í meltinguna og líkaminn getur notað þessa orku til að endurnýja og byggja upp styrk. Lifrin fær hvíld sem aftur getur dregið úr pirringi og létt á skapinu. 
 
Allt ójafnvægi byrjar í huganum. Hugurinn er í raun hluti af líkamanum, ekki aðskilinn. Allt sem við gerum til að létta á líkamanum hefur áhrif á hugann og öfugt. Regluleg hugleiðsla og jógaiðkun er ein besta gjöfin sem við getum gefið okkur sjálfum til að styðja við innra jafnvægi. Dagleg hugleiðsla getur verið allt frá þremur mínútum. þriggja mínútna hugleiðsla, ef hún er gerð daglega, getur haft mjög djúp áhrif á huga og líkama. Og svo er alltaf hægt að lengja smám saman. Þegar við finnum áhrifin þá fer okkur oft að langa til að lengja hana. 

Á námskeiðinu Vorið kallar, færðu stuðning við að hreinsa og létta á huga og líkama og við að koma sér upp daglegri hugleiðslu. Auk þess sem við gerum jógaæfingar sem styðja við hreinsun og endurnæringu. 

Nánar hér: Vorið kallar!

Guðrún Arnalds, jógakennari, hómópati og leiðbeinandi í Fókusing, aðferð til að hlusta á visku líkamans.  

Andartak jóga- og heilsustöð

andartak@andartak.is

Guðrún Arnalds

Guðrún Arnalds

Guðrún Arnalds starfar sem jógakennari, markþjálfi og leiðbeinandi í Fókusing - aðferð til að hlusta á líkamann og sína innri veröld. Hún rekur jóga- og heilsustöðina Andartak. Hún hefur starfað við heildræna heilsu í 30 ár og kennt jóga í 20 ár og hefur viðað að sér þekkingu og reynslu á þessum sviðum og á öðru því sem snýr að þroskaferðalagi manneskjunnar. 

www.andartak.is

Meira