c

Pistlar:

13. maí 2019 kl. 15:07

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Joðskortur og leiðir til að bæta hann

Í framhaldi af umræðu um joðskort í fjölmiðlum síðustu daga, hafa margir leitað til mín og spurt hvort mjólkurvörur séu það eina sem gott sé við joðskorti. Ég er með mjólkuróþol svo ég leita aldrei eftir joði í þeim. Ég tek hins vegar inn þaratöflur og borða þarasnakk til að viðhalda joðbirgðum líkamans – auk þess sem ég borða þorsk.

En til að afla nánari upplýsinga um hvað aðrir segja um joðmálin, kíkti ég inn á síðuna hjá Dr. Axe, sem er yfirleitt með mjög öruggar og góðar greinar. Hér á eftir fylgja upplýsingar sem ég fann þar. Þær eru úr grein sem skrifuð er af Jillian Levy, CHHC. Skammstöfunin þýðir að hún sé viðkenndur heildrænn heilsuráðgjafi. 

JOÐ ER EITT AF NAUÐSYNLEGU NÆRINGAREFNUNUM

Joð er eitt af nauðsynlegu næringarefnunum. Það stýrir meðal annars reglu á starfsemi skjaldkirtils, stuðlar að góðum efnaskiptum, vexti og þroska og kemur í veg fyrir ýmsa króníska sjúkdóma eins og krabbamein. Þar sem fæstir fullorðnir neyta nægilega mikils af joðríkri fæðu, skortir marga joð.

Joð er að finna um allan líkamann í nánast öllum líffærum og vefjum. Við þurfum á því að halda til að viðhalda orku og lífi í líkamanum. Skortur á því er því alvarlegt heilsufarslega vandamál, en gert er ráð fyrir að um helmingur allra vesturlandabúa líði joðskort.

Eitt útbreyddasta einkenni joðskorts er röskun á starfsemi skjaldkirtils. Þar sem skjaldkirtilinn reiðir sig á rétt magn af joði, getur of mikið – eða of lítið af því – valdið mörgum alvarlegum heilsufarsvandamálum. Skjaldkirtilinn er einn af aðal innkirtlum líkamans og sér um að halda jafnvægi á hormónum líkamans. Ójafnvægi í starfsemi hans getur leitt til þreytu, þyngdaraukningar eða -taps, hormónaójafnvægis, skapgerðabreytinga og margs annars.

ALGENG EINKENNI JOÐSKORTS

Talið er að um tveir milljarðar manna um allan heim líði joðskort. Mestur er skorturinn í Suður-Asíu og Afríku, sunnan Sahara. Skortur á joði er hins vegar að aukast í Bandaríkjunum og Evrópu.

 

Merki um Járnskort

 

Athugið samt að ofangreind einkenni geta líka tengst ýmsum meltingavandamálum og verið af öðrum toga sprottin en joðskorti. Vandinn í sambandi við joðið er að það er ákveðin hætta ef tekið er of mikið inn af því, svo það þarf að gæta jafnvægis. Sú hætta er þó mun minni, en hættan sem fylgir joðskorti.

AF HVERJU LÍÐA FLEIRI JOÐSKORT?

Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Minna er af náttúrulegri járnríkri fæðu í mataræði fólks (t.d. villtur fiskur, grænt grænmeti og þari og annar sjávargróður), og flestir eru í aukinni útsetningu fyrir ákveðnum efnum sem finnast í unninni fæðu sem draga úr upptöku á járni (sérstaklega efnasamband sem kallast bromine og er að finna t.d. í mörgum plastumbúðum og bökunarvörum), og svo er joðskortur í jarðveginum.

Vísindamenn hafa mikinn áhuga á að skoða bromine, sem er í umbúðum margra fjöldaframleiddra fæðutegunda. Vitað er að það hindrar upptöku og nýtingu á joðríkri fæðu að einhverju leiti. Bromine getur flæmt joð í burtu og þar með valdið joðskorti.

Þegar kemur að joðskorti í jarðveginum, benda rannsóknir til þess að jarðvegur víða um heim innihaldi mismunandi mikið magn af joði. Það hefur síðan áhrif á joðmagn í þeirri fæðu sem ræktuð er í jarðveginum.

HVERNIG NÝTIR LÍKAMINN JOÐIÐ? 

Við fáum joð í gegnum ýmsar joðríkar fæðutegundir, þar með talin ýmis sölt (joðbætt sölt=iodised), egg, sjávargróður og fisk. Við treystum á joð til að framleiða þýroxín (thyroxine eða T4 hormón) og triiodothyronine (T3 hormón). Þetta eru tvö af helstu hormónum sem skjaldkirtliinn framleiðir og stýra ýmissi mikilvægri líkamsstarfsemi.

Joðskortur getur valdið óvanalegri stækkun á skjaldkirtlinum (kallast struma eða skjaldkirtilsauki). Stækkunin verður þegar líkaminn reynir að binda eins mikið af joði í blóðinu og hann mögulega getur. Upptaka og geymsla á joði er líka í vefjum og öðrum líffærum, meðal annars maga, heila, mænuvökva, húð og í ákveðnum innkirtlum.

Joð í fæðu og salti inniheldur nokkur mismunandi efnasambönd af joði (iodine), þar með talið natríum (sodium) og kalíum (potassium), ólífrænt joð, natríumjoðat (iodate) og natríumjoðíð (iodide). Viðbætt joð kemur almennt fyrir sem salt og kallast þá natríumjoðíð (iodide).

Upptaka á joði fer fram í gegnum magann, þaðan fer það út í blóðið sem flytur það til skjaldkirtils, sem notar hið rétta magna af joðinu. Það sem ekki nýtist skilar líkaminn frá sér í gegnum þvag. Heilbrigður einstaklingur er yfirleitt með um 15-20 milligrömm af joði í líkamanum í einu, en 70-80% af því er geymt í skjaldkirtlinum.

RÁÐLAGÐUR DAGSKAMMTUR AF JOÐI

Í Bandaríkjunum hefur verið reiknaður út ráðlagður dagskammtur af joði, en hann er:

  • Frá fæðingu til 6 mánaða aldurs: 110 míkrógrömm
  • 7-12 mánaða: 130 míkrgógrömm
  • 1-8 ára: 90 míkrógrömm
  • 9-13 ára: 120 míkrógrömm
  • 14 ára og eldri: 150 míkrógrömm
  • Þungaðar konur: 220 míkrógrömm
  • Konur með börn á brjósti: 290 míkrógrömm

 

Best er að borða meira af joðríkri fæðu, einkum þeirri sem frá náttúrunnar hendi inniheldur joð – en er ekki joðbætt. Ein besta leiðin er að bæta þara (söl, þari, nori, kombu og wakame) við mataræðið, vegna þess að hann inniheldur hátt magn af joði auk annarra steinefna og andoxunarefna. Eins og með allt annað taka gæði þarans mið af því hvaðan hann kemur.

Aðrar góðar fæðutegundir sem innihalda joð eru, sjávarfang, hráar/ógerilsneiddar mjólkurafurðir, ákveðnar korntegundir og egg frá hænum sem ganga lausar. Eitthvað er líka að finna af joði í ávöxtum og grænmeti. Magn þess ræðst af gæðum jarðvegsins sem það er ræktað í, áburðarnotkun og ýmsum öðrum þáttum. Í hágæða kjöt- og mjólkuraafurður úr skepnum sem hafa verið aldar á grasi og góðu fóðri, ræðst joðmagnið af gæðum jarðvegsins, hvort skepnurnar voru í lausagöngu og hvar þær voru á beit.

JOÐBÆTT SALT OG BÆTIEFNI MEÐ JOÐI

Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna bæta meira en 70 lönd joði í matarsaltsframleiðslu sína. Byrjað að gera þetta í Bandaríkjunum upp úr 1920 í þeim tilgangi að koma í veg fyrir joðskort.

Betra er samt að nota salt sem í eðli sínu inniheldur joð (járn), eins og himalaja salt eða celtic sjávarsalt, frekar en joðbætt borðsalt. Þessi sölt innihalda snefil af um 50-84 steinefnum og það er ekki hætta á því að neyta of mikils joðs þegar þau eru notuð. Ég hef einmitt skrifað nokkuð um ágæti himalajasalts og hef notað það í mörg ár.

 

ÁVINNINGUR AF JOÐRÍKRI FÆÐU

  • Joðrík fæða stuðlar að heilbrigðum skjaldkirtli, sem þarf að hafa nægilega mikið af joði til að geta framleitt hormónin.
  • Stuðlar að hindrun á myndun krabbameina. Joð bætir ónæmið og stuðlar að því að framkalla sjálfdeyðingu frumna (apoptosis), þ.e. sjálfseyðingu hættulegra og krabbameinsvaldandi frumna.
  • Kemur í veg fyrir skertan vöxt og þroska hjá börnum. Rannsóknir sýna að joðskortur á þungunartíma og hjá ungbörnum geta truflað eðlilegan vöxt og þróun heilans.
  • Stuðlar að heilbrigðri heilastarfsemi, en joð stuðlar að heilbrigðri þróun heilans og áframhaldandi skilvitlegum þroska. Joðskortur er jafnvel talinn vera orsök geðrænna vandamála.
  • Verndar heilsu húðarinnar, ein eitt af einkennum joðskorts er þurr, gróf og pirruð húð, sem flagnar og bólgnar.
  • Stjórnar svita og líkamshita. Sviti er mikilvæg afeitrunaraðferð sem líkaminn notar til að losa sig við eiturefni og jafnvel umfram hitaeiningar.

 

BESTU OG JOÐRÍKUSTU FÆÐUTEGUNDIRNAR

Hafa ber í huga að joðmagn er mjög breytilegt innan sömu fæðutegundar. Það ræðst af því undir hvaða kringumstæðum fæðan er ræktuð eða framleidd. Jarðvegurinn ræður þar miklu og fæða sem er lífrænt ræktuð er joðríkari.

Einnig er villt sjávarfang og egg frá hænum sem ganga lausar, líklegra til að vera joðríkara en til dæmis fiskeldisfiskur eða fjöldaframleidd egg.

Listi yfir tólf bestu fæðutegundirnar er hér að neðan og hlutfall þeirra af ráðlögðum dagskammti.

 

  • Þang/Þurrkaður þari – frá 19 – 2.984 mcg en fer eftir magni
  • Þorskur (villtur – ekki úr eldi) – 100 g: 99 mcg - 66% af dagskammti
  • Jógúrt (lífræn, grasbeit, ógerilsneidd) – 1 bolli: 75 mcg – 50% af dagskammti
  • Ógerilsneidd mjólk – 1 bolli: 56 mcg – 37% af dagskammti
  • Egg – 1 stórt: 24 mcg – 16% af dagskammti
  • Túnfiskur – 1 dós í olíu/100 gr: 17 mcg – 11% af dagskammti
  • Lima baunir – 1 bolli soðinn: 16 mcg – 10% af dagskammti
  • Maís (lífrænt ræktaður) – ½ bolli: 14 mcg – 9 % af dagskammti
  • Sveskjur – 5 sveskjur: 13 mcg – 9% af dagskammti
  • Ostur (helst úr ógerilsneiddri mjólk) – 30 gr: 12 mcg – 8% af dagskammti
  • Grænar baunir (ekki Ora) – 1 bolli soðinn: 6 mcg – 4% af dagskammti
  • Bananar (lífrænt ræktaðir) – 1 meðalstór: 3 mcg – 2 % af dagskammti.

SNAKKIÐ Í TÖSKUNNI

Þarasnakk, sem er í þunnum plötum, hefur fylgt mér á ferðalögum um allan heim, svo og um þjóðvega Íslands, allt frá því ég kynntist því. Annað slagið tek ég líka 3-4 mánaða kúra af Kelp frá NOW, en það eru þaratöflur, til að styrkja joðbirgðir líkamans

Konur sem svitna mikið í kringum tíðahvörf ættu að skoða að taka Kelp (þaratöflur), þar sem joðið hefur mikil áhrif á líkamshitann og svitalosun.

Neytendaupplýsingar: Þarasnakk fæst í öllum helstu matvöruverslunum, oft við afgreiðslukassana. Kelp töflur frá NOW fást í www.hverslun.is - Fjarðarkaupum - Nettó - Apóteki Garðabæjar og Rima Apóteki.

Heimildir: www.draxe.com 

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira