c

Pistlar:

15. febrúar 2018 kl. 10:06

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

Mér finnst alltaf svo gaman að kafa í söguna á bak við hlutina og það er nokkuð sérstakt að hlusta á Miranda Bond, eiganda og skapara INIKA förðunarvörulínunnar segja sína sögu. Hún var sem ung kona greind með legslímuflakk og gerði ekki ráð fyrir að geta eignast börn. En þar sem legslímuflakk tengist hormónarugli í líkamanum, lagði hún sig fram um að læra allt sem hún gat um innikirtlakerfið og hvað það væri sem truflaði það mest. Hún komst að raun um að það voru meðal annars efni í húð- og förðunarvörum, svo og í mat sem ekki var af lífrænum uppruna.

EIGNAÐIST DÓTTUR OG LÆKNAÐIST

Hún breytti algerlega um lífsstíl og notaði einungis mat og húðvörur af lífrænum uppruna – og viti menn. Þremur mánuðum síðar varð hún þunguð af dóttur sinni. Og ekki bara það, hún læknaðist af legslímuflakkinu.

Til að gera langa sögu stutta, fór hún eftir fæðingu dóttur sinnar að halda úti heimasíðu með upplýsingum um leiðir fyrir konur til að lifa náttúrulegra lífi og nota lífrænar og náttúrulegar vörur. Hún fékk í sífellu spurningar um hvaða húð- og förðunarvörur hún væri að nota – og hún sá að markaðurinn var að leita eftir lífrænum förðunarvörum. Hún ákvað að grípa þetta markaðstækifæri til að hanna eiturefnalausar og flottar förðunarvörur í smart pakkningum fyrir nútímakonuna.

INIKA LÍFRÆNT VOTTAÐAR FÖRÐUNARVÖRUR

INIKA er engin venjuleg förðunarlína, því í henni er að finna lífrænt vottaðar förðunarvörur. Lífrænt í slíkri framleiðslu þýðir að minnst 70%-95% af innihaldsefnunum er af lífrænum uppruna. Vörurnar eru líka vottaðar vegan, því í þeim eru engin innihaldsefni úr dýrafurðum – og þær eru að sjálfsögðu ekki prófaðar á dýrum. Að auki eru þær vottaðar af AFIC, sem þýðir að í þeim er ekkert alkahól.

EFTIRFARANDI SKAÐLEG EFNI ER EKKI AÐ FINNA Í INIKA:

Jarðolíuefni, gerviefni eða steinefnaolíur. Innihaldsefni úr dýraafurðum. Talkúm eða bismuth oxychloride (býr til glansa). Paraben (Butylparaben, Ethylparaben, Methylparaben, Isobutylparaben, Probylparaben). Hættuleg fylliefni. Erfðabreytt innihaldsefni. Ilmefni eða litunarefni, sem ekki eru af lífrænum uppruna eða eru gerviefni. Rotvarnarefni sem framleidd eru úr ólífrænum efnum. Þykkingarefni byggð á EDTA eða söltum úr því. Fitusambönd úr jarðolíu efnum. Suphonationa, Ethocylation eða Propoxylation. Alkýl súlföt (Sodium lauryl sulphate, sodium coco sulphate, ammonium lauryl sulphate). Alkýl eter súlföt (Sodium laureth sulphate, ammonium laureth sulphate). Polyethylene glycol (PEG eða PEGS). Plysorbates (Polysorbate 20). Ethanolamides (cocamide DEA, cocamide MEA). Mögulega skaðleg rotvarnarefni eins og paraben og sodium benzoate. GLÚTEN eða LAKTÓSA.

FJÖLBREYTT OG LÍFRÆNT LITAVAL

INIKA húðvörulínan er ótrúlega breið og höfðar til allra húðlita, húðgerða og kvenna sem eru með rósroða eða önnur húðvandamál. Í henni er að finna fjölbreytt litaval BB krema og meiks, tvær gerðir af púðri auk sólarpúðurs, augnskugga í ótal litum, augnblýanta, varaliti og gloss.

Til að toppa þetta allt er svo flott burstalína. Hárin í burstunum eru úr gerviefnum, til að standast vegan viðmið. Burstarnir eru líka sérlega flott mótaðir til að fá sem flottasta áferð, eins og til dæmis þegar BB kremið er borið á andlitið. Ég hef ekki áður kynnst slíkum burstum og elska að nota þá – auk þess sem auðvelt er að þrífa þá og hárin hrynja ekki úr þeim.

INIKA Í 16 LÖNDUM MEÐ 35 SNYRITVÖRURVIÐURKENNINGAR

INIKA er ástralskt fyrirtæki, en vörur þess fást nú í 16 löndum, þar á meðal á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að prófa INIKA förðunarlínuna, finnurðu hana í Lyf og heilsu Kringlunni og Glerártorgi, Hagkaup Skeifunni og Glerártorgi, Lyfju Lágmúla, Laugavegi og Smáratorgi og Íslands Apótekum.

Þessi frábæra förðunarlína hefur hlotið þrjátíu og fimm verðlaun innan snyrtivöruiðnaðarins, sem telst ótrúlega góður árangur. Lífrænu förðunarvörurnar frá INIKA sýna að það er hægt að farða sig flott með vörum sem ekki skaða húðina eða líkama okkar og innihalda ekki efni sem geta leitt til hormónavandamála eða jafnvel krabbameina.

Ef þig langar til að hlusta á Miranda Bond segja sögu sína, smelltu þá HÉR!

www.gudrunbergmann.is - gb@gudrunbergmann.is

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira