Slot Kristínar Pétursdóttur selt á toppverði

Eldhúsið er sérlega vel heppnað með vandaðri eyju þar sem …
Eldhúsið er sérlega vel heppnað með vandaðri eyju þar sem marmari spilar stórt hlutverk. Takið eftir hvað andar vel undir eyjunni.

Ein­býl­is­hús Krist­ín­ar Pét­urs­dótt­ur fjár­fest­is og banka­konu vakti at­hygli þegar það var aug­lýst til sölu. Húsið er 308 fm að stærð og er við Hring­braut í Hafnar­f­irði. Krist­ín, sem var nán­asta sam­starfs­kona Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands á árum áður, fékk Hönnu Stínu Ólafs­dótt­ur inn­an­húss­arki­tekt til þess að hanna húsið að inn­an. Hanna Stína er ein­stak­ur smekk­arki­tekt og því mátti sjá ríku­legt magn af marm­ara og öðru fín­eríi inni í hús­inu. Þetta fín­erí var allt skrúf­ast þannig að það fylg­ir hús­inu til nýrra eig­enda sem eru Ólöf Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sviðs Íslands­banka, og Ísleif­ur Orri Arn­ar­son, for­stöðumaður áhættu­stýr­ing­ar hjá trygg­inga­fé­lag­inu VÍS. Vb.is grein­ir frá þessu. 

Hjón­in greiddu 260.000.000 kr. fyr­ir húsið. 

Smart­land ósk­ar Ólöfu og Ísleifi til ham­ingju með slotið! 

Sami marmari, sem er í eldhúsinu, er notaður á glæsiarinn …
Sami marmari, sem er í eld­hús­inu, er notaður á glæsi­ar­inn sem er í stof­unni.
Gólfsíðir gluggar prýða borðstofuna.
Gólfsíðir glugg­ar prýða borðstof­una.
Horft úr eldhúsinu inn í stofu og borðstofu. Það er …
Horft úr eld­hús­inu inn í stofu og borðstofu. Það er gott flæði í hús­inu.
Húsið er við Hringbraut 59 í Hafnarfirði.
Húsið er við Hring­braut 59 í Hafnar­f­irði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda