Fallegt fólk á í erfiðleikum með að finna sér maka

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Jæja, nú er fokið í flest skjól að mínu mati þegar hjónabandið á undir högg að sækja hjá þeim sem fegurst eru. Hjónaböndin virðast ekki endast jafnlengi hjá þeim snoppufríðu og þeim sem ófríðari eru, en þannig er það þó að sögn Harvard-háskóla sem gerði könnun þar sem borin var fram spurningin „Eiga fallegir í betri samböndum en þeir sem ófríðari eru?“

Þessari könnun var stýrt af Christine Ma-Kellams og hennar teymi en það sem þau höfðu áhuga á að kanna var hvort líkamlegt aðdráttarafl gegndi einhverju hlutverki þegar kemur að ánægju í parasambandi og langlífi sambanda,“ segir Linda Sigríður Baldvinsdóttir markþjálfi í nýjum pistli á Smartlandi: 

Fjórar kannanir af sama toga voru gerðar sem svo sannarlega afhjúpuðu nokkrar áhugaverðar niðurstöður að mínu mati!

Hér að neðan ætla ég að segja ykkur frá helstu niðurstöðunum á minn hátt og gaman væri að vita hvort að fallega fólkið á Íslandi kannist við eitthvað af eftirtöldu (fallegasta þjóðin).

Það eru of margir möguleikar

Ég held reyndar að hér á Íslandi sé vandamálið frekar fólgið í of litlum „stefnumótamarkaði“ en skort á fallegu fólki. Þannig að möguleikarnir hér eru líklega eitthvað færri sökum fólksfæðar í samanburði við landið þar sem þessar kannanir voru gerðar, en lögmálin gætu þó svo sem verið hin sömu.

Þrátt fyrir að möguleikarnir til stefnumóta séu töluvert fleiri erlendis er ég ekkert viss um að það auðveldi hlutina, og í sumum tilfellum geti jafnvel verið til trafala. 

Félagsfræðingurinn Christine Ma-Kellams útskýrir þetta vel: „Ég held að fegurðin gefi þér fleiri möguleika til að mynda sambönd en á sama tíma er erfiðara að verja sambandið fyrir utanaðkomandi ógnum“.

Þannig að það að hafa of marga möguleika til að velja úr er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir ef við viljum hamingjurík framtíðarsambönd. Kannski liggur í undirmeðvitundinni hjá þeim sem vinsælastir eru eitthvað sem segir þeim að sá næsti eða næsta gæti kannski haft eitthvað betra upp á að bjóða, og þá er skuldbindingin sem er ein af grunnstoðum farsæls sambands farin, þó ekki sé nema í undirmeðvitundinni. 

Ég las einhvers staðar að gerðar hefðu verið rannsóknir á hamingju hjónabanda þeirra sem skikkaðir væru í hjónaband af ættingjum sínum og hins vegar þeirra sem giftust af fúsum og frjálsum vilja eða af ást. Merkilegt nokk þá kom í ljós að sláandi lítill munur var á hamingju hópanna tveggja. Svei mér ef þeir ástföngnu voru ekki í örlitlum mínusi miðað við hinn hópinn. Þannig að það að hafa of marga valkosti er líklega bara ekki málið heldur það að skuldbinda sig að fullu í sambandinu, eða í blíðu og stríðu. 

Mögulegir aðdáendur fallega fólksins eru á sama tíma hræddir við að nálgast það og finnst hugsunin um að bjóða þeim á stefnumót yfirþyrmandi. Þessir mögulegu vonbiðlar gera sér nefnilega grein fyrir því að þeir eiga marga mögulega keppinauta og leggja ekki í þær skylmingar sem því fylgja og láta þess vegna fallega fólkið bara í friði. Líklega varnar þetta þó frekar þeim sem eru góðhjartaðir og einlægir en þeim sem hafa sjálflægari, uppblásin egó.

Fallegar konur hafa það orð á sér að vera merkilegar með sig og virka oft kaldar og fráhrindandi vegna þess að þær kæra sig ekki um of mikla athygli. Kannski á það sama við um fallega karlpeninginn.

Merkilegt nokk þá er fallega fólkið alveg jafnlíklegt til að hafa lélega sjálfsmynd og eða skert sjálfstraust og þeir sem ófríðari eru. Það þekki ég vel úr mínum störfum. Mér hefur þótt það alveg ótrúlegt hversu mikill munur er á kynjunum hvað þetta varðar. Karlmenn eru yfirleitt ekkert að burðast með lélega sjálfsmynd eða lélegt sjálfstraust alla jafna en til mín hafa komið hreinar fegurðardísir sem upplifa sig sem ekki nóg af hinu og þessu og yfirleitt alls ekki nógu fallegar. Ég verð alltaf jafnhissa á þessu og spyr mig hvort að þetta sé samfélagsmiðlum og staðalímyndunum að kenna.

Hægt er að lesa pistilinn í heild sinni HÉR. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál