Dáleidd í „beinni“ í Dagmálum

Máttur hugans er magnaður og það sanna dáleiðslumeðferðir Jóns Víðis Jakobssonar, dáleiðara hjá Dáleiðslumiðstöðinni og Dáleiðsluskólanum Hugareflingu. Jón Víðis var gestur í Dagmálum í vikunni þar sem hann beitti dáleiðsluaðferðum í miðjum þætti á Ásthildi Hannesdóttur, einn þáttastjórnenda Dagmála.

„Eigum við að gera smá tilraun?" spurði Jón sem fékk jákvæðar undirtektir. „Gerum það, ég er til í það,“ sagði Ásthildur sem hafði aldrei prófað neitt þessu líkt áður.

Samtal dáleiðara og dáleiðsluþega er mjög mikilvægt þegar dáleiðsluaðferðum er beitt ásamt drjúgu ímyndunarafli. Þetta tvennt verður þess valdandi að fólk kemst í djúpa og draumkennda slökun sem oftast er kallað dáleiðsluástand. Samkvæmt Jóni hefur dáleiðsla löngu sannað gildi sitt sem meðferð við ýmsum heilsufarsvandamálum, bæði líkamlegum og andlegum. 

Meðfylgjandi myndskeið talar sínu máli.

Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál