Dáleiðsla getur mögulega losað þig við lyfin

Jón Víðis Jakobsson, dáleiðari og töframaður, segir að mörg vandamál og heilsufarskvilla megi bæta með dáleiðslu. Segir hann mýmörg dæmi til um að fólki hafi tekist að sigrast á fælni og ótta, sígarettulöngun, svefnröskunum, auk kvíða og þunglyndi, með aðstoð dáleiðslu.

„Ég er ekki læknir svo ég ætla ekki að fara segja fólki að taka lyf eða sleppa því,“ segir Jón Víðis í Dagmálum, aðspurður hvort dáleiðsla geti komið í veg fyrir daglega lyfjainntöku þeirra sem glíma við heilsufarsvandamál. „En ég get hjálpað þér að líða betur þannig að þú getir farið til læknis og hann segir þér að þú þurfir ekki á þessu að halda lengur.“

Segja má að Jón Víðis sé eins konar andlit dáleiðslunnar á Íslandi en að eigin sögn hafði hann litla sem enga trú á dáleiðslu í fyrstu. „Það kom mér verulega á óvart hvað dáleiðsla virkar vel. Ég ætlaði mér aldrei að láta dáleiða mig heldur langaði mig bara til að læra sviðsdáleiðslu til að bæta við töfrabrögðin,“ lýsir hann og segir dáleiðslu vera ákveðið hugarástand sem fólk kemst í og hjálpar því að ná djúpri slökun. Það djúpri að nánast sé hægt að tala um að fólk verði á milli svefns og vöku, sem er stig sem veitir öllu jafna mikla vellíðunar tilfinningu. 

„Í rauninni má segja að fólk fari í einhvers konar dáleiðsluástand tvisvar sinnum á sólarhring. Það er þegar það er alveg að sofna á kvöldin og svo aftur þegar það vaknar á morgnana,“ segir Jón.

„Dáleiðsla hjálpar þér á allan þann hátt til þess að láta þér líða betur. Hún lætur þér líða betur yfir daginn á einhvern hátt.“

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Jón Víðis í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál