Heilaði gömul áföll með Ayahuasca-athöfn í Perú

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur hefur orðið fyrir fjölmörgum áföllum á lífsleiðinni. Í leitinni að hamingjunni og sáttinni við fortíðina fór hún óhefðbundnar leiðir til þess að heila hjartasárin. Sjálfsvinnan leiddi hana til Perú þar sem hún tók inn Ayahuasca. Þótt þetta hafi virkað fyrir hana segir hún að það eigi að sjálfsögðu ekki við um alla. Hún ræðir um áföll og upprisur í Dagmálum. Fyrir tveimur árum hætti hún líka að drekka áfengi og segir að það hafi breytt mjög miklu. 

„Það var órói innra með mér.  Ef þú sleppir takinu og leyfir þessu að leiða þig áfram þá getur þú endað úti í  Perú í Ayahuasca-ferðalagi. Þá ferðu mikið á dýptina til að reyna að skilja algerlega hver þú ert,“ segir Maríanna. 

Erum svo oft að reyna að stjórna aðstæðum

Þegar Maríanna er spurð að því hvers vegna hún hafi farið í þessa ferð til Perú segist hún hafa verið leitandi. Hún segist ekki hafa vitað nákvæmlega hvað hún var að fara að gera en það var eitthvað sem sagði henni að hún yrði að gera þetta. 

„Við erum svo oft að reyna að stjórna aðstæðum og reyna að stýra öllu. Ég reyni alltaf að lifa lífi mínu þannig að ég sleppi tökunum. Ég er allt í einu komin þarna út. Ég er í þetta ferðalag. Fer í þrjár Ayahuasca-serimónur. Þar gerist bara eitthvað kraftaverk fyrir mig,“ segir Maríanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál