5 góð ráð til að æfa heima!

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu rekur vefinn annaeiriks.is. Hún segir að það færist í vöxt að fólk vilji æfa heima hjá sér og segir að kórónuveiran hafi haft mikið um það að segja. Hér gefur hún fólki fimm góð ráð ef það vill fara að æfa heima hjá sér: 

  • Byrjaðu á því að setja þér markmið og gera plan yfir það hvað þú ætlar þér að hreyfa þig oft á viku.
  • Finndu þér gott æfingaplan til að fylgja eftir heima svo þjálfunin sé markviss og haldi þér við efnið (fullt af frábærum æfingaplönum á síðunni minni annaeiriks.is).
  • Komdu þér upp smá æfingaaðstöðu heima, þarf ekki að vera meira en æfingadýna, eitt par af handlóðum og jafnvel nuddrúlla.
  • Forðastu að fara í átak eða megrun – það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengdar.
  • Haltu þér við efnið – æfingarnar þurfa ekki að vera langar til þess að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið og mundu að góðir hlutir gerast hægt!


Ef þig vantar hvatningu og markvisst æfingaplan til að vinna eftir heima, vertu þá með í Stjörnuþjálfun hjá Önnu Eiríks sem hefst 7. september. Skráning á annaeiriks@annaeiriks.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál