Beckham ætlar að eiga síðasta orðið

Victoria Beckham er að gera góða hluti í tískuheiminum. Eitthvað …
Victoria Beckham er að gera góða hluti í tískuheiminum. Eitthvað sem fáir bjuggust við á sínum tíma. mbl.is/AFP

Fáir í tískuheiminum höfðu trú á Victoriu Beckham þegar hún óð inn í tískuheiminn með eigið vörumerki fyrir 15 árum. Oft var útlitið svart en nú hefur orðið viðsnúningur.

Loks hefur tískuhús Victoríu Beckham sýnt hagnað í fyrsta sinn síðan hún setti það á fót árið 2008. Það hefur smátt og smátt fest sig í sessi og jafnvel þeir allra snobbuðustu í tískuheiminum hafa nú í nokkurn tíma viðurkennt að fötin hennar líta bara nokkuð vel út. 

Sölutölur hækka mikið

Árið 2020 tapaði fyrirtækið um níu milljónir punda og sex milljónir punda árið þar á eftir og er Beckham-veldið sagt hafa greitt með fyrirtækinu í gegnum árin. Nú eru bjartari tímar framundan, sölutölur hafa hækkað um 42% og fyrirtækið reiknar með að sýna mikinn hagnað í lok árs. En afhverju tók það svona langan tíma fyrir merkið að gefa af sér fjárhagslega? 

Victoria Beckham hefur markvisst umkringt sig fólki sem þykja almennt mjög flott og vita sínu viti í franska tískuheiminum. Formaður stjórnarinnar er t.d. Ralph Toledano sem hefur meðal annars stýrt tískumerki Karls Lagerfelds. Þá er þar einnig að finna Marie LeBlanc sem hefur starfað hjá merkjum á borð við Céline og Isabel Marant sem eru í miklu uppáhaldi hjá Beckham.

Snyrtivörur og taska með gullkeðju

„Það má merkja ákveðna franska orku hjá Beckham,“ segir Ellie Pithers einn af aðstoðar ritstjórum Vogue í viðtali við The Times. Þetta sést meðal annars á vinsældum tösku með gullkeðju að framan sem selst ítrekað upp og gjarnan er biðlisti eftir slíkri tösku. 

Sagt er að Beckham hafi leitað mikið í visku Roland Mouret síðustu árin auk þess sem Marc Jacobs er einn af hennar bestu vinum og ráðgjöfum. 

Það eru þó snyrtivörurnar sem eru að koma með tekjurnar líkt og hjá öðrum tískuhúsum. Beckham setti snyrtivörur sínar á markað árið 2019 og slóu þær strax í gegn og höluðu inn tvær milljónir punda á fyrstu þremur mánuðunum. Þar ber helst að nefna augnblýantinn Satin Kajal sem framkallar svokallað „smudgy look“ og selst hefur vel í öllum litum. Samhliða því heldur hún úti sérstökum Instagram reikningi helguðum snyrtivörunum og er með 800 þúsund fylgjendur þar.

Notar samfélagsmiðla og fjölskylduna

„Ég held að Beckham hafi alltaf vitað að ferill hennar sem poppstjarna ætti ekki eftir að endast. Hún vildi ekki verða að athlægi í tískuheiminum og fékk mikilvægt fólk í lið með sér frá byrjun,“ segir almannatengillinn Dean Piper.

Athygli vekur hversu mjög Beckham notar fjölskyldu sína í að koma merkinu á framfæri. Fjölskyldan er alltaf með á tískusýningunum og sitja fyrir á myndum á samfélagsmiðlum. 

„Þessi fjölskylda ákvað fyrir löngu að nota einkalíf sitt til þess að koma sér áfram hvað framann varðar. Fyrst í slúðurblöðum en nú á samfélagmiðlum. Fólk hefur gaman að því að sjá hvað hún er að gera í sínu daglega lífi.“

Mæðgurnar Victoria og Harper Beckham.
Mæðgurnar Victoria og Harper Beckham. Skjáskot/Instagram
Í gamla daga þótti Victoria Beckham ekki smart og fáir …
Í gamla daga þótti Victoria Beckham ekki smart og fáir höfðu trú á henni þegar hún setti á fót eigið fatamerki. AFP




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál