10 lífsreglur Marina Abramović

mbl.is/Pinterest

Sviðslistakonan Marina Abramović hefur heillað heimsbyggðina með innsetningum sínum þar sem hún er að fást við m.a. tilfinningar í gegnum list. Hún hefur verið áberandi í listgrein sinni í yfir fjóra áratugi og eru margir sammála um að hún túlki sársauka, takmörk hins líkamlega og hugaraflið á einstakan hátt. Við skoðum 10 lífsreglur í hennar anda.

þessi grein er framhald greina um fólk sem hefur haft áhrif á heimsbyggðina með lífsreglum sem eru til eftirbreytni.

mbl.is/Pinterest

Vertu til staðar

Marina Abramović var með áhugaverða innsetningu í Moma þar sem hún sat í marga daga og bauð gestum og gangandi að setjast á móti sér, þar sem hún fókuseraði á hvern aðila fyrir sig og lagði sitt af mörkum að tengjast manneskjunni sem sat á móti henni tilfinningalega.

Eftir henni hefur verið haft að með þessari innsetningu hafi fólk ekki náð að fela sig á bak við neitt, það sat á móti henni og hún skoðaði inn í hjartastöðvar þess með hugaraflinu einu saman.

Gráttu fyrir framan aðra

Að mati Marina Abramović felum við okkur fyrir samfélaginu og lífinu, með tækjum og aðferðum sem við höfum þróað með okkur. Við grátum þegar við erum ein, án þess að leyfa öðrum að sjá hvernig okkur raunverulega líður. Að hennar mati eigum við að vera til staðar í eigin lífi. Við eigum að þora að upplifa það sem við erum að upplifa og finna fyrir framan aðra. Vera til staðar fyrir okkur og aðra. Vertu auðmjúk og raunverulegur/raunveruleg fyrir framan fólk.

mbl.is/Pinterest

Gerðu mistök

Ef þú þorir ekki að gera mistök að mati Marina Abramović þá ertu ekki að lifa. Mistök eru gerð þegar þú ferð út fyrir þægindarammann og eftir því sem þú ferð oftar út fyrir þægindin þín, þeim mun meira stækkar þessi rammi. Að hennar mati eru mistök hluti af velgengni og því einungis takmörkun á hugsun og lífi að reyna að forðast mistök.

Eins missir þú forvitnina þína og lífsneistann ef þú forðast mistök. Svo leyfðu þér að mistakast og líttu á það sem jákvæðan hlut af lífinu. Mistök eru gerð þegar þú ert að prófa þig áfram.

Andaðu

Að mati Abramović þá stjórnum við huganum með andadrættinum einum saman. Með mismunandi tegund af andardrætti, getur þú orðið ástfanginn, hatað einhvern og svo framvegis. Prófaðu. Því þú getur upplifað allt tilfinningarófið þitt með mismunandi andardrætti að hennar sögn.

Skrifaðu niður hugmyndirnar þínar

Að mati Marina Abramović er mikilvægt að vera skapandi á degi hverjum. Hún hvetur til þess að við setjumst niður með blöð og penna og skrifum niður allar hugmyndir sem okkur detta í hug. Að við setjum góðar hugmyndir á hægri hlið borðsins sem við sitjum við og lélegum hugmyndum hendum við í litla ruslatunnu undir borðinu. Eftir að hafa gert þetta í einhvern tíma, mælir hún með að við tökum allar vondu hugmyndirnar og skoðum þær betur. Að þær séu í raun og veru þær hugmyndir sem við eigum að prófa, sem færa okkur út fyrir rammann sem við þekkjum og skiljum í dag. Í átt að lífi sem okkur er ætlað að prófa.

mbl.is/Pinterest

Njóttu ferðalagsins

Það sem Marina Abramović leggur áherslu á er að njóta ferðalagsins, hvort heldur sem er í listsköpun sinni eða í lífinu. Þetta má sjá af mörgum verka hennar. Þar sem erfitt er að átta sig á upphafinu og endinum. Prófaðu í anda hennar að njóta ferðalagsins meira og gera minni plön um endastöðina. Tíminn er afstæður, hann tilheyrir bara fortíðinni og framtíðinni, ekki augnablikinu sem við þurfum að venja okkur á að njóta betur að hennar sögn.

Losaðu þig við egóið þitt

Að mati Marina Abramović getum við ekki orðið góð í öllu sem við gerum, nema við gerum það sama alls staðar og hún hrífst ekki af því. Að hennar mati er egóið okkar fyrir þegar við erum að skapa eitthvað nýtt, ef við verðum of upptekin af því að allir þurfa að elska það sem við gerum. Prófaðu að gera það sem hjartað þitt segir þér að gera, án þess að setja einhverja merkingu í það. Ef þú verður of upptekin af þínum eigin verðmætum, þá muntu finna hvernig það hamlar þér í listsköpun og lífinu. Fullkominn listgjörningur að hennar mati er eitthvað sem breytir öllum sem fylgjast með honum, hreyfir við fólki og fær það til að skoða sig ekki þig.

Leggðu metnað í samböndin þín

Að mati Marina Abramović skiptir jafnmiklu máli að leggja vinnu í að enda sambönd eins og að hefja þau. Að hennar mati eiga mörg sambönd sér upphaf og endi. Stundum vex fólk í sundur, stundum verða hlutir að enda. Ef þú leggur jafnmikið í endinn og í byrjunina ertu að gera eitthvað rétt.

mbl.is/Pinterest

Upplifðu hlutina sterkt

Að mati Marina Abramović er nauðsynlegt fyrir okkur mannfólkið að fara í gegnum hlutina náttúrulega, en ekki með hálfkáki. Sem dæmi hefur hún nefnt hluti eins og ástarsorg. Ef þú leyfir þér að finna og gráta og vera eins og þér líður, þá getur ástarsorg gert þig sterkari. En ef þú bælir niður tilfinningar, tekur inn efni til að deyfa þig, þá verður þú veikari. Leyfðu þér að upplifa og vera. Lifðu lífinu rólega, þannig kemstu sterkari í gegnum það að hennar mati.

Mættu fólki í hljóði

Ef þú vilt upplifa tilfinningar fólks án þess að það nái að setja upp vegg á milli ykkar, þá skaltu mæta því án orða að sögn Marina Abramović. Ef þú bara horfir á fólk inn í augu þess og inn í sálina, þá tengist þú fólki á yfirnáttúrulegan hátt. Þegar að orðin byrja að flæða þá koma hindranir á milli sála að hennar mati. Leyfðu þér að finna með öðru fólki, og tjáðu þig með andadrætti, augum, andliti og líkamanum.

mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál