Áttu í ást-haturs sambandi við peninga

Gengur þér illa að haldast á peningum?
Gengur þér illa að haldast á peningum? mbl.is/ThinkstockPhotos

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching svarar spurningum lesenda um peninga. Hér fær hún spurningu frá konu

Sæl Edda.

Ég hef lesið pistlana þína og kannast oft við sjálfa mig í lýsingunum á fólki með peningaáskoranir. Geturðu hjálpað mér að leysa þessa?

Þannig er að ég er mjög skapandi og hugmyndarík. Margar af þeim hugmyndum sem ég hef fengið í gegum tíðina, hafa aðrir framkvæmt og grætt stórfé á. 

Ég hef framkvæmt ýmislegt en ég kem þó sjaldan út í plús. Stundum þarf ég jafnvel að reiða mig á aðra peningalega og það fer illa með sjálfstraustið. 

Þrátt fyrir að hafa þegið peningalega hjálp frá öðrum, finnst mér erfitt að líta á peninga sem jákvætt afl. Stundum hef ég hugsað að ég eigi í nokkurs konar ástar-haturs sambandi við peninga. 

Nú er ég með viðskiptahugmynd sem mig langar að láta verða að veruleika. En ég veit að ég þarf að skoða viðhorf mitt til peninga áður en ég hefst handa því annars fer allt á sama veg og áður. Hvernig get ég breytt sambandi mínu við peninga? 

 

Með fyrirfram þakklæti, 

GS (ung kona á uppleið)

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi svarar spurningum lesenda um peninga.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi svarar spurningum lesenda um peninga. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir



Sæl og þakka þér fyrir spurninguna. Það getur svo sannarlega verið flókið að átta sig á í hverju vandinn er fólginn þegar kemur að hinu flókna sambandi okkar við peninga. 

Góðu fréttirnar eru þær að ástar-haturs samband þitt við peninga er til marks um að þú berð í raun og veru kennsl á að það er hægt að nota peninga til að hafa jákvæð áhrif. Næsta skref er að taka ákvörðun um að ættleiða hugmyndina um að peningar séu jákvætt afl sem þú mátt nota til að kosta það að hrinda viðskiptahugmynd þinni í framkvæmd.

Af lýsingu þinni að dæma ertu meðal þeirra sem laðast að óhefðbundnum leiðum til að búa til peninga en á sama tíma ertu óörugg hvað varðar hæfileika þína til að afla þér tekna. 

Þar sem þú upplifir togstreitu þegar kemur að mikilvægi peninga, er gott fyrir þig að aðskilja peninga annars vegar og svo það sem fólk ákveður að gera við peninga hins vegar. Peningar hafa ekki spillingarvald í sjálfu sér, heldur er það fólk sem býr yfir valdi til að nota peninga með röngum hætti. Svo einfalt er það. 

Þú segir einnig að þú hafir verið háð öðrum peningalega og að það fari fyrir brjósið á þér. Það geturðu leyst með því að setja þér til praktísk peningamarkmið og temja þér nýjar venjur þegar kemur að peninganotkun og peningaumsýslu. 

Hugrekki þitt til að líta í spegil og bera kennsl á að þú þarft að breyta sambandi þínu við peninga, gefur til kynna að þú hefur það sem þarf til þess að láta það verða að veruleika!

Ég get bent þér á netnámskeiðið Fjárhagslegt frelsi á 12 vikum. Þar gefst þér tækifæri til að takast á við allar þær áskoranir sem þú nefnir, auk þess sem þú lærir aðferðir til að fara með peningana þína á nýjan hátt. 

 http://www.leaderopia.com/12-weeks-to-financial-freedom.html

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eddu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál