Stysti dagur ársins

Stysti dagur ársins

Kaupa Í körfu

Vetrarsólstöður eru augnablik sem margir upplifa sterkt. Það er stundin þegar sólin stendur kyrr eitt augnablik en byrjar svo að hækka á lofti. Að þessu sinni er það fyrst og fremst vaktavinnufólk sem fær að upplifa þessa stund því vetrarsólstöður verða um miðja nótt, nánar tiltekið aðfaranótt föstudagsins 22. desember klukkan 3.27:19. Í Íslenska almanakinu má finna margvíslegan fróðleik. Sól- stöður eða sólhvörf eru sú stund þegar sól fer lengst frá mið- baugi himins til norðurs eða suðurs, segir þar m.a. Sólstöður eru tvisvar á ári og hérlendis eru vetrarsólstöður 20.-23. desember þegar dagurinn er stystur. Breytileikinn stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin séð frá jörðu stendur kyrr á himni, það er hún hættir að hækka eða lækka á lofti og gerist það á sömu stundu alls stað- ar á jörðinni. Sólstöður er því hægt að tímasetja hárnákvæmt. Á vetrarsólstöðum nær myrkrið á norðurslóðum hámarki sínu, svo hægt og hægt eftir þá stund lengir hvern dag og birtan eykst. Þetta eru aðeins hænufet í fyrstu en fyrr en varir er vorið komið og síðan sumarið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar