Bragðlaukabomba fyrir sælkera

Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom, er búinn að búa til …
Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom, er búinn að búa til ísrétt sem er innblásinn úr hans tveimur uppáhaldskökum, gulrótarköku og bakaðri ostaköku. Samsett mynd

Páskarnir nálgast óðfluga og Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar eigenda Omnom hlakkar mikið til. „Þetta er góðu tími til að vera í fríi, njóta afslappandi stunda með fjölskyldunni og auðvitað borða páskaegg,“ segir hann og glottir.

Gulrótarostakökuísréttur úr smiðju Kjartans

Kjartani finnst gaman að leika sér í eldhúsinu um páskana, elda góðan mat og baka. Fyrir nokkru kviknaði sú hugmynd að búa til ísrétt innblásinn úr tveimur uppáhaldskökum Kjartans, bakaðri ostaköku og gulrótarköku. Útkoman er gulrótarostakökuísréttur Mr. Carrots.

Í ísréttinum er ostakökukjarni með hvítu súkkulaði, kryddað gulrótar- og mandarínukrem ásamt karamellupekan-og hafrakexkökukrömbli sem er algjör unaður fyrir bragðlaukana.

Páskaísrétturinn verður á boðstólum fram yfir páska og súkkulaði- og ísunnendur geta glaðst yfir því að opið er í ísbúðinni alla páskana nema sjálfan páskasunnudag.

Ísbúð Omnom við Hólmaslóð verður opin alla páskana nema sjálfan …
Ísbúð Omnom við Hólmaslóð verður opin alla páskana nema sjálfan páskadag. Ljósmynd/Omnom
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert