Ofnbakaður fiskur í ostasósu með makkarónum og salami

Þessi ofnbakaði fiskréttur á eftir að hitta í mark.
Þessi ofnbakaði fiskréttur á eftir að hitta í mark. Ljósmynd/Gott í matinn

Þetta er hinn fullkomni fjölskyldufiskréttur sem gott að er útbúa í upphafi nýrra viku. Hann er saðsamur og bragðgóður og meira segja er hægt að krydda hann þannig til að hann rífi aðeins í. Höfundur þessara uppskriftar er Erna Sverrisdóttir matgæðingur og gerði hún uppskriftina fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Ofnbakaður fiskur í ostasósu með makkarónum og salami

Fyrir 4

  • 250 g kirsuberjatómatar
  • Ólífuolía eftir þörfum og smekk
  • Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
  • 5 dl makkarónur
  • 100 g ítölsk salami eða pepperóní, saxað
  • 600 g þorskhnakkar eða annar hvítur fiskur, skorinn í stóra munnbita
  • 2 msk. smjör
  • 2 msk. hveiti
  • ½ l matreiðslurjómi frá Gott í matinn
  • 1 ½ dl parmesanostur, fínrifinn
  • ¼ tsk. rauðar piparflögur (má sleppa eða draga úr magni)
  • Múskat eftir smekk
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 1 dl basillauf, gróft söxuð
  • 100 rifinn gratínostur frá Gott í matinn

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 180° hita.
  2. Skerið tómatana í tvennt og raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  3. Setjið örlitla ólífuolíu yfir og saltið og piprið eftir smekk.
  4. Bakið í 30 mínútur.
  5. Geymið.
  6. Sjóðið makkarónurnar þar til þetta er næstum því soðið.
  7. Hellið vökvanum af og látið kalt vatn renna á pastað þar til þetta er kælt. Látið vatnið renna vel af.
  8. Smyrjið eldfast mót með smjöri og hellið makkarónunum á fatið.
  9. Blandið salami, ofnbökuðu tómötunum og fiskinum varlega saman við.
  10. Saltið og piprið eftir smekk.
  11. Bræðið 2 msk. af smjöri í potti og blandið hveitinu saman við.
  12. Hrærið stöðugt.
  13. Þegar hveitiblandan sýður hellið þá matreiðslurjóma saman við smátt og smátt.
  14. Hrærið.
  15. Þegar sósan tekur að þykkna og sjóða takið þetta þá af hitanum.
  16. Setjið piparflögur, parmesanost og basil saman við.
  17. Smakkið til með múskati og sítrónusafa.
  18. Hellið yfir makkarónurnar og fiskinn.
  19. Sáldrið gratínosti yfir og bakið í 30 mínútur.
  20. Berið fram með því sem hugurinn girnist, til dæmis fersku salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert