Helga Magga er líka rómantísk og gerir ástargraut

Helga Magga töfrar fram rómantískan morgunverð fyrir ástina sína.
Helga Magga töfrar fram rómantískan morgunverð fyrir ástina sína. Samsett mynd

Valentínusardagur er runninn upp í allri sinni dýrð og í tilefni dagsins gerði Helga Magga heilsumarkþjálfi ástar-chiagraut. Helga Magga er sniðugri en flestir þegar gera á einfalda og góða rétti sem kosta ekki mikið. Þetta er stórsniðug hugmynd og vel má nýta þessa uppskrift á konudaginn líka eða bara þegar þig langar til að gleðja ástina í lífi þínu. Sjáið Helgu Möggu gera ástar-chiagrautinn hér fyrir neðan á Instagram-síðu sinni.

Ástar-chiagrautur

  • 100 g jarðarber
  • 1 dl mjólk
  • 100 g jarðarberja- og hvítt súkkulaði skyr
  • 1 msk. jarðarberjasulta frá Good Good
  • 2 msk. chiafræ

Til skrauts:

  • Döðlur með hindberja og lakkrísbragði frá Dave&Jon’s
  • Jarðarberjasírópi frá Good Good

Aðferð:

  1. Blandið öllum innihaldsefnunum nema chiafræjunum, saman í blandara.
  2. Setjið 2 msk. chiafræ í skál og hell svo jarðarberjablöndunni saman við.
  3. Hrærið vel saman og geymið blönduna í ísskáp yfir nótt eða í um 4 klukkustundir.
  4. Skerið síðan jarðarber í hjarta og rað inn í glerkrukku eða skál.
  5. Hellið jarðarberjablöndunni yfir og toppað með smá meira af skyri, niðurskornum döðlum og jarðarberjasírópi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert