Dýrðlegt ananas carpaccio með nýárskeim

Dýrðlegt ananas carpaccio að hætti Jönu.
Dýrðlegt ananas carpaccio að hætti Jönu. Ljósmynd/Jana

Á nýju ári er svo ljúffengt að njóta frískandi rétta sem koma bragðlaukunum á flug. Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi, ávallt kölluð Jana, gerði þennan dýrðlega og nýstárlega forrétt á dögunum sem hitti svo sannarlega í mark. Hér er á ferðinni ananas carpaccio með basil, granateplafræjum, anís, chiliflögum og sítrónuolíu. Vel er hægt að mæla með þessum ljúffenga forrétt og upplagt að bjóða upp á þennan þegar jólin verða kvödd. Hægt er að fylgjast með Jönu í eldhúsinu á Instgram síðunni hennar hér.

Nýstárlegt og skemmtilegt.
Nýstárlegt og skemmtilegt. Ljósmynd/Jana

Ananas carpaccio að hætti Jönu

  • 1 ferskur ananas
  • ½ límónusafi og rifinn börkur
  • ½ box af fersku basil, saxað gróft
  • 3-4 msk. granateplafræ (má líka nota bláber eða vínber)
  • 3 msk. pistasíur, gróft saxaðar
  • 1/6 ferskur chili skorinn í þunnar sneiðar eða smá af þurrkuðum chiliflögur
  • 2-3 msk. sítrónuolía
  • 2-3 anís stjörnur
  • Örlítið gróft sjávarsalti

Aðferð:

  1. Skerið ysta lagið af ananasinum og skerið svo í þunnar sneiðar.
  2. Raðið ananas sneiðunum á stóran disk.
  3. Skreytið svo með restinni með hráefninu með því í að dreifa því fallega yfir ananas-sneiðarnar.
  4. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert