Dýrari útgáfan af Croque Monsieur

Ómótstæðilega girnileg Croque Monsieur.
Ómótstæðilega girnileg Croque Monsieur. Ljósmynd/Sjöfn

Á sunnudögum er fátt betra en að fá sér syndsamlegan ljúffengan dögurð og uppáhald sonar míns er Croque Monsieur með nýrri útfærslu að mínum hætti sem bragðast ómótstæðilega vel að mínu mati. Þessi útfærsla hefur svo sannarlega fallið vel í kramið hjá syni mínum og því geri ég þessa samloku aftur og aftur.

Ljúft að njóta samlokunnar með búbblum.
Ljúft að njóta samlokunnar með búbblum. Ljósmynd/Sjöfn

Dýrari útgáfan af Croque Monsieur

  • 4 egg
  • Salt á milli fingra
  • Pipar eftir smekk
  • 40 g smjör
  • 6-8 sneiðar parmaskinka
  • 8-10 sneiðar súrdeigsbrauð eða bricochebrauð
  • 6-8 ostsneiðar af góðum osti eða 800 g ljúffengur ostur
  • Trufflusinnep ef vill

Aðferð:

  1. Sláið saman egg, salt og pipar í könnu eða skál og hellið blöndunni í fat eða skál. 
  2. Leggið fjórar sneiðar af brauðinu í blönduna og veltið einu sinni í blöndunni.
  3. Hitið smjörið á pönnu og setjið sneiðarnar á pönnuna.
  4. Setjið síðan tvær ostsneiðar á hverja brauðsneið. 
  5. Smyrjið sneiðarnar með trufflusinnepi, en það er valfrjálst.
  6. Setjið síðan hinar sneiðarnar í eggjablönduna og bleytið vel.
  7. Hitið aðra pönnu og steikið parmaskinkuna örstutt á miklum hita.
  8. Setjið parmaskinkuna ofan á sneiðarnar með ostinum og næstu sneiðar ofan á.
  9. Setjið saman í samlokur og snúið samlokunum við. 
  10. Takið samlokurnar af og raðið fallega á bretti.
  11. Njótið þeirra eins og ykkur langar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert