Frumlegasti borgari landsins fantagóður

Hinn frumlegi borgari á Röstí ber nafn með rentu Fanta …
Hinn frumlegi borgari á Röstí ber nafn með rentu Fanta Borgari þar sem drykkurinn Fanta er notaður í sósuna. Andri Jónsson meðeigandi Árna Leóssonar útbýr hér sósuna. Samsett mynd

Það má með sanni segja að einn frumlegasta hamborgara landsins megi finna á Röstí á Selfossi og ber hann nafn með rentu Fanta Borgari. Hér er um að ræða pop up borgara sem er í boði þessa dagana og er með skemmtilegu tvisti þar sem hinn vinsæli drykkur Fanta er notaður til að búa til sósuna.

Fanta borgarinn rýkur út eins og heitar lummur.
Fanta borgarinn rýkur út eins og heitar lummur. Ljósmynd/Röstí

„Fanta er notað til að útbúa hamborgarasósuna ljúfu og gefur honum suðrænt og gott bragð sem mun koma fólki á óvart,“ segir Árni eigandi Röstí og hugmyndasmiður að Fanta Borgaranum. Fanta Borgarinn hefur heldur betur slegið í gegn að sögn Árna og rýkur út eins og heitar lummur.

Nýlegur staður í Mjólkurbúinu

Röstí Börgers er nýlegur smass hamborgara staður í Mjólkurbúinu á Selfossi,þar sem Smiðjan var áður staðsett, sem opnaði í mars síðastliðnum. 

Andri Jónsson hefur haft í nógu að snúast við útbúa …
Andri Jónsson hefur haft í nógu að snúast við útbúa sósuna á Fanta Borgarann í sumar. Ljósmynd/Röstí
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert