10 frábærir þakbarir á Manhattan

Tíu bestu þakbarirnir í New York fyrir dögurð og stórfenglega …
Tíu bestu þakbarirnir í New York fyrir dögurð og stórfenglega upplifun á útsýni sem á sér enga líka. Ljósmynd/Samsett

Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig þú átt að eyða eftirmiðdegi í New York borg yfir helgi? Það er af nógu að taka í þessari stórfenglegu borg sem hefur upp á allt að bjóða, borgin sem aldrei sefur og er oft nefnd „stóra Eplið“.  Spennandi og áhugaverður kostur gæti til að mynda verið dögurður eða þakbröns. Vegna ríkrar sögu sinnar og fjölmenningar þá býður borgin upp á gnægð af nokkrum af bestu veitingastöðum heims og frábærum þakbörum.

Þú munt ekki aðeins sefa hungrið eða svala þorsta þínum með botnlausri Mímósu, heldur getur þú upplifað stórfenglegt útsýni yfir Manhattan borg á glæsilegum þakbörum á sama tíma og þú upplifir ys og þys borgarinnar.

Til að auðvelda þér valið þá höfum við tekið saman bestu staðina fyrir þakbröns í New York.

Ljósmynd/electriclemonnyc.com/

1. Electric Lemon

Electric Lemon er staðsettur ofan á fimm stjörnu hótelinu Equinox við Hudson Yards og er glæsilegur þakgarður. Svæðið er ekki bara tilkomumikið að stærð, veröndin er jafnframt mjög stílhrein með stórkostlegum Jaume Plensa skúlptúr og frábæru útsýni yfir Hudson ánna og borgina.

Ljósmynd/230-fifth.com

2. 230 Fifth

230 Fifth þakbarinn er einn stærsti og frægasti þakbarinn í New York, nefndur eftir staðsetningu hans, 230 við fimmta stræti. Staður með sannarlega töfrandi útsýni yfir alla Manhattan borg með Empire State bygginguna í miðjunni.

Ljósmynd/cantinarooftop.com

3. Cantina Rooftop

Cantina þakbarinn er staðsettur efst á Stage 48-byggingunni við Hell's Kitchen svæðið á Manhattan og er litríkur veitingastaður með setustofu á þakinu allt árið um kring. Ekta mexíkóskur matur í bland við víðáttumikið útsýni yfir Stóra eplið alla daga vikunnar. Staður sem bíður upp á skemmtilegt, vinalegt og líflegt andrúmsloft.

Ljósmynd/refineryrooftop.com

4. Refinery Rooftop

Refinery þakbarinn er staðsettur við Midtown Manhattan á 5 stjörnu Refinery Hótelinu. Smart og kraftmikill staður umkringdur ótrúlegu útsýni yfir Empire State bygginguna og borgina. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þetta er vinsæll staður.

Ljósmynd/republicanyc.com

5. Republica

Republica færir þér alla litríku Dóminísku stemninguna beint í æð og til Inwood, nyrsta hverfisins á Manhattan. Staðurinn er á þremur hæðum, með veitingastað, setustofu og rúmgóðri þakverönd. Búast má við plötusnúðum í beinni og skemmtilegu og líflegu andrúmslofti sem mun koma þér í helgarstuð.

Ljósmynd/havenrooftop.com

6. Haven Rooftop

Haven þakbarinn er að finna við Midtown Manhattan, staðsettur ofan á lúxus boutique Sanctuary Hótelinu. Þú ert aðeins um einnar mínútu fjarlægð frá bæði Times Square og Rockefeller Center. Bjartur og loftgóður þakbarinn býður upp á stórfenglegt útsýni yfir Manhattan. Haven þakbarinn er bæði rúmgóður, líflegur og fallegur, staðsettur á nokkrum hæðum og með borðkrókum bæði úti á verönd og innan við víðáttumikla glerveggi

Ljósmynd/moxytimessquare.com

7. Magic Hour Rooftop Bar & Lounge

Magic Hour er stór inni og úti þakbar og með setustofu sem er staðsett á 18. hæð á hinu frábæra MOXY NYC Times Square. Alltaf litríkt, skemmtilegt og líflegt að vera þarna að njóta. Árið 2021 var þakbarnum breytt í The Pink Rose Garden, albleikan þakrósagarð, með yfir 10.000 rósum. Frábært útsýni er yfir Empire State bygginguna.

Ljósmynd/theempirerooftop.com

8. The Empire Rooftop

Empire þakbarinn er staðsettur rétt við Lincoln Center, aðeins 150 metra göngufjarlægð frá Central Park. Þakbarinn er staðsettur á 12. hæð og er með bæði inni setustofu ásamt austur- og vesturveröndum sem bjóða upp á yndislegt útsýni yfir Lincoln Center, Brodway og Central Park. Flottur og stílhreinn staður með góða stemningu og umhverfi.

 

Ljósmynd/upstairsnyc.com

 

9. Upstairs at the Kimberly

Lúxus þakbar, staðsettur á 30. hæð á hinu frábæra Kimberly Hotel & Suites, í austurhluta Midtown Manhattan. Frábært útsýni yfir marga af skýjakljúfum New York borgar. Stílhrein og fáguð þakverönd sem einnig er með útdraganlegu glerþaki.


 

Ljósmynd/ mckittrickhotel.com/gallow-green

10. Gallow Green

Gallow Green þakbarinn er notalegur, sveitalegur og klárlega gróskumikill þakbar. Þessi þakbar og veitingastaður er sannarlega blómlegur staður, allt svo grænt og vænt. Staðurinn er fyrir ofan McKaittrick hótelið sem er ekki hótel heldur leikhúsupplifun staðsettur í Chelsea hverfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert