Ævintýraleg matarupplifun á Tenerife 

Hver einasti réttur á Kensei er borinn fram með listrænum …
Hver einasti réttur á Kensei er borinn fram með listrænum hætti og laðar augað. Ljósmynd/Kensei

Á paradísareyjunni Tenerife hins eilífa sumars, sem er einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga síðastliðin ár, eru fjölmargir veitingastaðir. Tenerife er stærst og fjölmennust Kanaríeyja klasans og höfuðborg eyjarinnar er Santa Cruz de Tenerife.  

Sólareyjan býður ekki bara upp á eilífa sumarsól, sólarstrendur, glæsilega gististaði og fjölbreytta afþreyingu. Í boði er fjölbreytt úrval af allskyns góðum veitingastöðum. Á suðvesturströnd Tenerife eru vinsælu strandsvæðin þrjú þar sem flestir Íslendingar heimsækja, Playa de las Americas, Costa Adeje og Los Cristianos með fjölbreytt úrval af veitingastöðum. Einn af betri veitingastöðum þessum svæðum heitir Kensei og er staðsettur á Costa Adeje ströndinni.  

Græna herberbergið á Kensei er fallega hannað.
Græna herberbergið á Kensei er fallega hannað. Ljósmynd/Kensei

Framúrstefnuleg og nútímaleg japönsk matargerð 

Veitingastaðurinn Kensei er staðsettur við hið virta Gran Hotel Bahíadel Duque Resort og opnaði staðurinn árið 2021. Veitingastaðurinn er þegar farinn að skapa sér nafn út fyrir landsteina eyjarinnar. Kensei stendur fyrir framúrstefnulegriog nútímalegri japanskri matargerð með klassískum réttum frá asískueyjunum og eru þeir framreiddir á skapandi hátt í bland við evrópsk-suðuramerísk áhrif.  

Djúpsteiktar risarækjur bornar fram á skemmtilegan hátt.
Djúpsteiktar risarækjur bornar fram á skemmtilegan hátt. Ljósmynd/Kensei

Kensei er vinsæll og þéttsetinn veitingastaður og það eru nokkrir sætisvalkostir sem þú þarft að biðja um þegar þú bókar en það er engin trygging fyrir því að þeir hafi plássið í boðiSvalirnar fyrir tvo, sem er góð hugmynd fyrir Instagrammara, býður upp á útsýni yfir hafið og stórbrotið sólsetur. En gott er að hafa í huga á heitum kvöldum þá getur það verið heitt og mögulega ekki hægt að flýja í skuggann. Sæti með eldhúsið í sjónmáli matargesta, eldhúsið er stórbrotið og býður upp á lítinn sushibar fyrir þá sem vilja upplifa stemninguna í eldhúsinu. Tvær verandir eru til staðar þar sem önnur þeirra býður upp á og næði sem ekki er oft að finna á veitingastöðum, hin veröndin er með útsýni yfir græna gróskumikla garðaJafnframt er líka hægt að bóka einkasvæði fyrir sérstök hátíðarhöld sé þess óskað. 

Hér er um að ræða einstakan stað með eftirminnilegum brögðum,magnaðri upplifun og uppsprettfyrir skilningarvitin fimm sem þú munt aldrei gleyma. Hver einasti réttur listaverk þar sem nostrað er við hvert smáatriði.

 

Túnfisk sashimi borið fram á klökum með sjávarfangi.
Túnfisk sashimi borið fram á klökum með sjávarfangi. Ljósmynd/Kensei
Ævintýralegt útsýni blasir við matargestum á svölunum.
Ævintýralegt útsýni blasir við matargestum á svölunum. Ljósmynd/Kensei
Sashimi sverðfiskur.
Sashimi sverðfiskur. Ljósmynd/Kensei
Falleg og stílhrein hönnun með japönsku ívafi einkennir staðinn.
Falleg og stílhrein hönnun með japönsku ívafi einkennir staðinn. Ljósmynd/Kensei
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert