Gulrótarkaka tekin upp á næsta stig

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég elska að leika mér með kökumix og bæta hinu og þessu saman við til að gera það enn betra, segir Berglind Hreiðarsdóttir matarbloggari á Gotteri.is, en hún er hvað frægust fyrir að blanda Royal-búðingi saman við Betty Crocker-kökumix með óborganlegum árangri. Hér er hún með gulrótarkökumix sem hún er búin að taka upp á næsta stig með einföldum hætti. Rifinn appelsínubörkur, kanil- og engiferduft er meðal þess sem hún notar og síðan er kakan toppuð með dýrindis rjómaostskremi.

Gulrótarkaka
  • 1 x Betty Crocker-gulrótarkökuduft
  • 4 egg
  • 200 ml Isio4-matarolía
  • 200 ml appelsínusafi
  • 1 msk. appelsínubörkur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. kanill
  • ½ tsk. engiferduft
  • 40 g rifnar gulrætur
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Spreyið hringlaga kökuform vel að innan með matarolíuspreyi.
  3. Pískið egg, olíu, appelsínusafa, appelsínubörk og vanilludropa saman í hrærivélarskálinni.
  4. Bætið gulrótarkökudufti, kanil og engifer í hrærivélarskálina og hrærið áfram á meðalhraða og skafið niður á milli.
  5. Bætið að lokum rifnum gulrótum saman við og hellið í kökuformið.
  6. Bakið í um 35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.

Rjómaostskrem

  • 130 g rjómaostur við stofuhita
  • 60 g smjör við stofuhita
  • 280 g flórsykur
  • 1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Þeytið rjómaost og smjör saman stutta stund.
  2. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður og þeytið á milli.
  3. Bætið að lokum vanilludropum saman við og þeytið kremið þar til það er kekkjalaust og létt í sér.
  4. Smyrjið yfir efri hlutann á kökunni.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert