Millimálið sem mittið elskar

Hrökkkex - stútfullt af góðum fræjum.
Hrökkkex - stútfullt af góðum fræjum. mbl.is/

Það er gott að eiga millimál eða snakk sem þetta í skápunum heima. Eitthvað sem hentugt er að grípa í þegar hungrið læðist aftan að manni.

Millimálið sem mittið elskar

  • 2½ dl haframjöl
  • 1 dl sesamfræ
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl sólkjarnafræ
  • 1 dl graskersfræ
  • 2½ dl hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. salt
  • 2 dl vatn
  • 1 dl olía (t.d. sesamolía)

Aðferð:

  1. Hrærið öll þurrefnin saman. Bætið því næst vatni og olíu saman við.  
  2. Skiptið deiginu í tvo helminga. Takið hvorn helming fyrir sig og leggið á bökunarpappír. Leggið annan bökunarpappír yfir og fletjið út í ferning.
  3. Bakið í 15-20 mínútur við 180°C.
  4. Skerið með beittum hníf í passlegar stærðir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert